top of page

Greinaskrif og gervigreind

  • Writer: Frosti Jónsson
    Frosti Jónsson
  • Oct 22
  • 2 min read

Samkvæmt nýlegri rannsókn eru nú fleiri greinar á netinu skrifaðar af AI (AI generated) en af mannfólki. Þróunin hefur verið hröð en frá því við birtum grein um gervigreind fyrri hluta árs 2023 hefur notkun á LLM (Large Language Models) gervigreindar módelum eins og ChatGPT margfaldast. Í janúar 2023 voru notendur ChatGTP um 100 milljónir en í ágúst á þessu ár voru notendurnir um 755 milljónir og ríflega 800 milljónir ef Copilot frá Microsoft er talið með. Hlutdeild ChatGPT er 74% en þar á eftir koma Gemini, Perplexity og Claude.ai.


Articles Created by AI and Humans - Greinar skrifaðar af mannfólki og AI

Með auknu framboði og aðgengi að hvers kyns gervigreindartólum og aukinni notkun hefur framleiðsla á hvers kyns afþreyingarefni margfaldast. Þetta á ekki síst við um greinar og blogg sem birtist á netinu og eru skrifaðar að öllu eða stóru leyti af AI eða með hjálp LLM gervigreindatóla eins og ChatGTP.


En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og hvaða áhrif hefur þetta til dæmis á sýnileika í leitarvélum og leitarvélabestun almennt?


Nýlega rannsókn á greinum sem eru skrifaðar af AI og sýnileika í leitarvélum leiddi í ljós að greinar skrifaðar af AI séu ekki að birtast eins ofarlega leitarniðurstöðum og greinar sem skrifaðar eru af okkur mannfólkinu. Sýnileiki Ai greina er sumsé mun minni en um 86% af greinum sem eru að birtast efst eru skrifaðar af fólki samanborið við 14% greina sem skrifaðar eru af AI. Í AI niðurstöðum er þetta hlutfall svipað, 82% greina sem AI dregur saman eru greinar skrifaðar af fólki en um 18% eru AI skrifaðar greinar. Hér fer því ekki endilega saman magn og gæði, amk ekki enn sem komið er.


Hvað veldur er kannski ekki gott að segja, mögulega hefur það eitthvað með gæði á þeim texta og greinum sem skrifaðar eru (eða ættum við kannski að taka um eru framleiddar af) AI þó bilið á milli AI texta og texta sem skrifaður er af okkur mannfólkinu sé að minnka ef horft er til gæða ef marka má rannsókn MIT. Líklega er það aðeins tímaspursmál hvenær þessi munur verður hverfandi.


Heilt yfir þurfa fyrirtæki að vera meðvituð um þessa þróun, áskoranir og tækifæri ekki síst þegar kemur að leitarvélabestun og sýnileika í leitarvélum og í niðurstöðum LLM. Ef fyrirtæki vilja hámarka sýnileika í hvorutveggja þá er lausnin ekki sú að framleiða óhemju mikið af efni a.m.k. án þess að huga að gæðum samhliða.

Gögn sem Birtingahúsið hefur yfir að ráða (íslensk fyrirtæki) benda til þess að hlutdeild AI heimsókna á vefsíður svo sem í gegnum ChatGPT sé afar lágt og innan 1% samanborið við um 40% hlutdeild leitarvéla (almennar leitarniðurstöður, organic search). Takmarkaður máltæknistuðningur við íslenskuna spilar hér eflaust inn í en það er önnur saga.


Hlutdeild heimsókna á vefsíður

Leitarvélar eru því enn sem komið er sterkasti og verðmætasti miðillinn þegar kemur að öflun viðskiptavina og undirstrikar mikilvægi leitarvélabestunar, nú sem áður.



Comments


bottom of page