top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Ert þú að ná árangri á leitarvélum

Updated: Apr 24, 2023

Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup. Það tekur tíma að byggja upp sýnileika í leitarvélum og það eru engar töfralausnir sem koma okkur áleiðis. Árangur á leitarvélum krefst markvissrar vinnu, umsjónar og athygli.


Það eru ótal margir og samverkandi þættir sem hafa áhrif á leitarvélabestun. Tímalengd heimsókna skiptir til dæmis máli en forsendur fyrir því að fólk dvelji lengur en skemur á vefnum okkar er að þar sé eitthvað áhugavert að finna svo sem fróðleik, skemmtilegt blogg, myndbönd eða sambland af öllu þessu svo dæmi séu tekið. Notkun myndbanda sem eru vel útfærð er til að mynda snjöll leið til að mæta þörfum notenda, fá þá til að dvelja lengur á vefnum. Þá er vel unnið og áhugavert efni líklegra til að vera deilt áfram sem skilar fleiri vísunum á vefsíðuna og fjölgar heimsóknum sem hefur jákvæð áhrif á leitarvélabestun. Allt skiptir þetta máli ekki síst í ljósi þess að leitarvélar eins og Google og Bing skila alla jafna verðmætustu heimsóknunum.


Leitarvélabestun

Það er hægt að nálgast leitarvélabestun með ýmsum hætti en til einföldunar er hægt að nálgast þessa vinnu með þrenns konar hætti, en þetta er þó langt því frá að vera tæmandi listi yfir þessa vinnu.

  1. Tæknileg leitarvélabestun

  2. Markaðsleg leitarvélabestun

  3. Staðbundin leitarvélabestun

Tæknileg leitarvélabestun (technical SEO, on-page SEO) snýst um tæknilega þætti á vef eins og nafnið gefur til kynna. Hér þarf að tryggja að öll virkni sé í lagi, svo sem að engir brotnir linkar séu á vefnum og uppsetning á áframvísunum (redirects) sé til staðar þar sem þess þarf. Er veftré fyrir leitarvélar (site map) lagi? Eru lýsigögn (meta data) á öllum lendingarsíðum sett rétt inni? Það er mjög mikilvægt að standa rétt að innsetningu á lýsigögnum (svo sem Title tags, Headings, Descriptions, Alt Text) en þetta eru gögn sem mata leitarvélar á upplýsingum og stýra því hvernig niðurstöður birtast í leitarvélum.


Markaðsleg leitarvélabestun (general SEO) snýst í grunninn um framleiðslu á efni fyrir vefinn, svo sem greinum, myndum, videóum, bloggi, fréttum og svo framvegis. Framleiðsla og regluleg innsetning á efni skiptir miklu máli og er forsenda þess að fólk hafi eitthvað til okkar að sækja. Gæði skipta meira máli en magn en umfram allt þarf allt efni sem er sett á vefinn að mæta þörfum og óskum notenda og vera bestað með tilliti til þess sem fyrirtækið vill koma á framfæri. Hluti af þessari vinnu hefur einnig með öflun vísana á vef eða það sem á ensku er kallað Link Building.


Staðbundin leitarvélabestun (local SEO) snýst um að hámarka sýnileika í leitarvélum og kortaleit svo sem Google Maps. Þetta skiptir verulegu máli fyrir fyrirtæki sem veita staðbundna þjónustu sem sem verslanir, veitingastaðir og ekki síst ferðaþjónustuaðilar svo einhver dæmi séu tekin. Gögn frá Google benda til dæmis til þess að allt að 85% af ferðafólki taki ákvörðun um afþreyingu þegar á áfangastað er komið og flest okkar kannast við að leita að veitingastað í ókunnugri borg! Sýnileiki í kortaleit getur því skipt sköpum varðandi það hvort fyrirtæki nái til viðskiptavina í kauphugleiðingum eða ekki.


Vöktun og eftirfylgni

Leitarvélabestun er vinna þar sem margar hendur koma að. Við leggjum til reglubundna vöktun á tæknilegum þáttum sem og markaðslegum þáttum til að tryggja sem bestan árangur. Í þessu felst til dæmis að fylgjast með uppsetningu á tæknilegum þáttum, skoða lysigögn (meta data) skoða staðsetningu í leitarvélum samanborið við keppinauta, skoða fjölda og gæði vísana (backlinks) og fleira og fleira.


Það er reynsla okkar að þeir viðskiptavinir sem koma þessari vinnu í góðan farveg nái bestum árangri. Þetta getur falist í því að fá einum starfsmanni skýra ábyrgð og umsjón með þessari vinnu, hvort sem hún er unnin af honum sjálfum eða af öðrum og vera í lifandi samskiptum við öll teymi sem koma að þessari vinnu með einhverjum hætti.  Árangur í leitarvélabestun kemur ekki að sjálfu sér heldur byggir á skýrri framtíðarsýn, stefnu og markvissri vinnu.


Áhugaverðar greinar um leitarvélar og leitarvélabestun

105 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page