top of page

Ráðgjöf og greiningar

Birtingahúsið býr yfir mikið af upplýsingum um fjölmiðlanotkun, neytendahegðun og árangur auglýsinga. Innsæi og upplýsingar um neytendahegðun kemur að góðum notum þegar móta þarf stefnu varðandi auglýsingabirtingar eða meta stöðu vörumerkis gagnvart samkeppnismerkjum. Slíkar upplýsingarnar gagnast alltaf vel við undirbúning markaðsherferða, auglýsingagerð og markmiðasetningu.

Ráðgjafar Birtingahússins
Meira um ráðgjöf

Samkeppni og neytendur

Samkeppnisgreining veitir auglýsendum gagnlegar upplýsingar um hlutdeild á auglýsingamarkaði og stöðu gagnvart keppinautum, hvernig vægi einstakra miðla er háttað og þróun auglýsingabirtinga. Hægt er að greina hlutdeild út frá auglýsendum, vöruflokkum og einstökum vörumerkjum. Innsæi og upplýsingar um neytendahegðun koma að góðum notum þegar móta þarf stefnu varðandi auglýsingabirtingar eða meta stöðu vörumerkis gagnvart samkeppnismerkjum. Slíkar upplýsingar gagnast alltaf vel við undirbúning markaðsherferða, auglýsingagerð og markmiðasetningu.

bottom of page