Fræði í framkvæmd

Miðlun þekkingar um markaðsmál til að auðvelda faglega ákvarðanatöku við fjárfestingar í auglýsingabirtingum

Betri nýting markaðsfjár

Betri og ábyrgari nýting markaðsfjár er sameiginlegt markmið okkar og viðskiptavina okkar

Gegnsæi

Viðskiptavinir okkar hafa aðgang að þjónustuvef sem tryggir fullkomna yfirsýn yfir allar auglýsingar og kostnað.

Reynsla

Hjá Birtingahúsinu starfar fólk með góða menntun og langa reynslu á sviði markaðsmála og þekkir auglýsingamarkaðinn út og inn
google_partner_logo-215x90.png

Google Partner

Birtingahúsið er vottaður
Google Partner
feature2.png

Upplýstar ákvarðanir

Ráðgjöf sem byggir rannsóknum, reynslu og þekkingu
feature1.png

Þjónustuvefur

Aðgang að öllum upplýsingum á þjónustuvef tryggir yfirsýn
icon1.png

Betri birtingar

Ekki fleiri birtingar heldur betur staðsettar birtingar

Öflugt teymi

1702-fyrirmyndafyrirtki-VR-birtingahusid.jpg

Meira um okkur

Birtingahúsið ehf. var stofnað 1. desember árið 2000 að tilstuðlan nokkurra stærstu auglýsenda landsins með það að markmiði að auka fagmennsku við gerð birtingaáætlana. 

Birtingahúsið var fyrsta ráðgjafafyrirtækið á Íslandi til að sérhæfa sig í gerð birtingaáætlana, óháð framleiðendum auglýsinga.

Fræði í framkvæmd

Kjörorð Birtingahússins er „Fræði í framkvæmd“ og endurspeglast í þeim lausnum og þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.

Við höfum allt frá upphafi lagt áherslu á miðlun þekkingar um markaðsmál til auglýsenda í þeim tilgangi að auðvelda faglega ákvarðanatöku við fjárfestingar í auglýsingabirtingum. Betri og ábyrgari nýting markaðsfjár er sameiginlegt markmið okkar og viðskiptavina okkar. Sérhvert vörumerki krefst sértækrar nálgunar í hvert sinn - sem ræðst m.a. af því hvert fyrirtæki þitt er, hvernig samkeppnisumhverfinu er háttað og hver staða vörumerkisins er í samanburði við vörumerki keppinauta.

Þjónustuvefur

Birtingahúsið leggur áherslu á auðvelt aðgengi að upplýsingum og fullkomið gegnsæi. Í því augnamiði hefur Birtingahúsið þróað birtingakerfi sem allir viðskiptavinir Birtingahússins fá aðgang að. Í birtingakerfinu hefur þú yfirsýn yfir allar auglýsingabirtingar, færð aðgang að öllum birtingaáætlunum sem hafa verið gerðar ásamt upplýsingum um birtingakostnað, val á miðlum og hlutdeild þeirra í birtingaáætlunum.

Með skýra yfirsýn er með markvissari hætti hægt að tryggja að vörumerki þitt fái nægjanlegt áreiti, koma í veg fyrir ofbirtingar og forðast óþarfan kostnað.

Faglegt óháð birtingahús


Við sjáum um auglýsingabirtingar fyrir nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins í flestum vöruflokkum. Hafðu samband og sjáum hvað við getum gert í sameiningu - við tökum vel á móti auglýsendum sem vilja vera fremstir í sinni röð!

Öflugir samstarfsaðilar

clients-bh.png

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð um hvaðaeina sem þig langar að vita og athugaðu hvort við getum hjálpað þér að ná árangri. Þér er líka velkomið að hringa í okkur í síma 569 3800. 

Við hlökkum til að heyra frá þér!