Um okkur
Birtingahúsið veitir faglega ráðgjöf um auglýsingabirtingar, markaðssetningu og uppbyggingu auglýsingaherferða. Skilningur á þörfum auglýsenda, þekking á virkni og notkun fjölmiðla, færni í samningum, árangursmælingum og eftirfylgni er lykillinn að faglegri birtingaráðgjöf Birtingahússins. Markmið okkar miðar ávallt að því að hámarka árangur auglýsinga og nýtingu auglýsingafjár fyrir viðskiptavini okkar.
Birtingahúsið er Google Premier Partner og með vottaða (Certified) ráðgjafa á sviði Search Advertising, Display Advertising og Video Advertising.
Viðskiptavinir
Okkur er treyst fyrir mörgum af verðmætustu vörumerkjum landsins. Víðtækt net samstarfsaðila á Íslandi og erlendis tryggir viðskiptavinum okkar framsæknar og árangursdrifnar auglýsingalausnir í markaðssetningu.