top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Gervigreind og ChatGPT

ChatGPT hefur farið eins og stormsveipur um internetið og verið tilefni fjörugrar umræðu um framtíð, hlutverk, þróun og áhrif gervigreindar. En hvað er gervigreind? Vísindavefurinn svarar spurningunni með eftirfarandi hætti:


Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur

Gervigreind gegnir veigamiklu hlutverki í daglegu lífi okkar þó við verðum þess ekki endilega vör við það. Tölvulíkön nýtast til dæmis við að greina og skilja upplýsingar og hjálpar okkur að taka gagnadrifnar ákvarðanir. Þó við séum ekki á þeim stað að vélmenni hafi tekið stjórnina líkt og HAL í 2001: A Space Odyssey eða Skynet í Tortímandanum (Terminator) þá vekur notkun gervigreindar engu að síður upp fjölmargar siðferðilegar spurningar, rétt eins og þegar ný tækni ryður sér til rúms og umbyltir samfélögum.


Gervigreind í markaðsstarfi

Gervigreind gegnir veigamiklu hlutverki í markaðsstarfi. Algrími hjálpar okkur að besta árangur auglýsinga á netinu hvort sem um er að ræða auglýsingar á leitarvélum Google og Bing, vefauglýsingar eða hámarka árangur herferða á samfélagsmiðlum. Þá nýta fyrirtæki sér í auknum mæli hugbúnað eins og Jasper eða Copy AI til að skrifa texta eins og blogg og markpósta og hraða framleiðslu og birtingu á efni til muna, allt lausnir sem byggja á gervigreind. Vandi íslenskra notenda lúta að tungumálinu okkar og hversu takmarkað gervigreindarlausnir (AI) nýtast til að framleiða skrifaðan texta á íslensku. Eflaust er bara tímaspursmál hvenær það breytist.


Hvað er ChatGPT?

ChatGPT er gervigreindar spjallmenni sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Notendur ChatGPT í janúar voru um 100 milljónir, sem gerir þetta sögulega að hraðasta vexti hugbúnaðar á neytendamarkaði. Virkni ChatGPT byggir á tölfræðilegu samhengi orða (probability), hvort sem um er að ræða tungumálið eins og við notum það eða forritunarmál sem er notað til að skrifa hugbúnað.


Það er ekki hægt að halda því fram að ChatGPT skilji inntak þess sem spjallmennið spýtir útúr sér (niðurstöðurnar). Niðurstöðurnar byggja alfarið á algrími sem smám saman lærir samhengi og mynstur, til dæmis hvaða orð eru líkleg til að fylgjast að og raðast saman svo úr verður vitræn niðurstaða, til dæmis setning sem svarar spurningu okkar..


ChatGPT er ekki eina algrímið sem hefur verið þróað með svipaða virkni. Ljóst er að mikið kapphlaup verður í þróun sambærilegra spjallmenna, t.d. má nefna Bard sem Google þróar, Ernie frá Baidu og BlenderBot frá Meta. Microsoft, sem er einn af fjárfestum á bakvið ChatGPT, er að samþætta virkni ChatGPT við Bing leitarvélina sem mun klárlega styrkja stöðu fyrirtækisins á leitarvélamarkaði og lausnum sem byggja í ríkari mæli á gervigreind.


  • ChatGPT spjallmennið er þróað af OpenAI

  • GTP stendur fyrir generative pre-trained transformer

  • Bakhjarlar OpenAI eru meðal annars Amazon Web Services, InfoSys, YC research og Microsoft


ChatGPT er öllum opið en áður en hægt er að nota tólið þarf að opna OpenAI notendareikning. Það er mikilvægt að notendur taki upplýsta ákvörðun um hvað felst í því að nota ChatGPT rétt eins og aðrar lausnir og kerfi sem við kjósum að nota. ChatGPT safnar verulegu magni upplýsinga um notendur (rétt eins og Google, Facebook) en það er mikilvægt að fólk sé vel upplýst um hvað það þýðir. Hér er stutt samantekt á þeim upplýsingum sem ChatGPT safnar og geymir (og þessi listi er ekki tæmandi):


  • ChatGPT geymir allar notendaupplýsingar sem fylgja notendareikningi

  • Allt sem notendur skrifa inn í spjallmennið og því þurfa notendur að huga að því hvaða upplýsingum er deilt með ChatGPT. Notendur geta t.d. ekki deilt upplýsingum um annað fólk nema með samþykki þeirra samkvæmt GDPR

  • Upplýsingar um endabúnað, IP tölur og staðsetningu


Þá er ekki síður mikilvægt að huga að því hvernig ChatGPT nýtir þær upplýsingar sem spjallmennið aflar og geymir. OpenAI deilir til að mynda upplýsingum um notendur með hvers kyns þjónustuaðilum, samstarfsfyrirtækjum og fólki sem sinnir þróun á hugbúnaðinum og hefur fullan aðgang að samtölum notenda við spjallmennið.


Hvað næst?

Gervigreind hefur nú þegar rutt sér til rúms og spilar stórt hlutverk í daglegu lífi okkar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. European Agency for Safety and Health at Work (2021) bendir á að áhrif gervigreindar (AI) á vinnustöðum kann að skapa tækifæri en einnig nýjar áskoranir á sviði vinnuverndar, stjórnunar hennar og reglusetningar.


Mannkynið er ekki komið á þann stað að gervigreind sé að fara taka yfir líf okkar eins og við höfum lesið um í skáldsögum eða séð í kvikmyndum. Þróunin er hins vegar gífurlega hröð og það er alveg tilefni að staldra við og svara grundvallarspurningum um möguleikana sem felast í tækninni og hver er tilgangurinn með henni og hverjir eiga (eða mega) hafa aðgang að henni. Stórum siðferðilegum og öðrum spurningum er ósvarað og það er engin tilviljun að hópur sérfræðinga og annars málsmetandi fólks á þessu sviði hefur stigið fram og lagt til að þróun risa verkefna á sviði gervigreindar verði sett á bið og spurning um öryggi og regluverk verið svarað áður en lengra verði haldið. Hvað gerist næst? Eigum við kannski að spyrja ChatGPT?


Gagnlegir tenglar og heimildir


258 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page