top of page

Birtingaráðgjöf

Birtingaáætlanir snúast um að nýta fjármuni skynsamlega, tryggja vörumerkjum nauðsynlegt áreiti og að ná sem mestum árangri með sem lægstum tilkostnaði. Gerð birtingaáætlana snýst um val á miðlum (hvar á að birta), tímasetningu birtinga (hvenær á að birta) og áreiti (hversu mikið á að birta) og að tryggja að auglýsingar nái eyrum og augum markhópsins með sem hagkvæmustum hætti. Við veitum viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf og höldum vel utan um allt ferlið, allt frá gerð birtingaáætlana, bókana á miðlum til birtinga og eftirfylgni.

Dagblöð í búnka - Lestur dagblaða
Nánar um birtinaragjöf

Fagleg birtingaráðgjöf

​Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um markaðssetningu, auglýsingabirtingar og uppbyggingu auglýsingaherferða. Hjá Birtingahúsinu starfar vel menntað starfsfólk með áralanga reynslu af markaðssetningu og gerð birtingaáætlana. Við erum með sérfræðinga á sviði netmarkaðssetningar, leitarvélabestunar og notkun samfélagsmiðla.

Samhæfð skilaboð

Birtingahúsið býður uppá miðlæga stjórnun auglýsingabirtinga í stafrænum útimiðlum eins og strætóskýlum, útiskiltum (OOH, Out Of Home miðlum), upplýsingaskjám og netmiðlum. Þannig er hægt að samhæfa allar birtingar, uppfæra allt efni í rauntíma og tryggja að rétt skilaboð birtist á öllum miðlum samtímis.

Árangursmælingar

Hlutverk okkar er að aðstoða viðskiptavini okkar við langtíma uppbyggingu vörumerkja og auka vörumerkjavirði. Árangursmælingar eru órjúfanlegur hluti faglegs markaðsstarfs. Ráðgjöf Birtingahússins byggir á þekkingu og rannsóknum á virkni fjölmiðla og mælanlegum markmiðum eins og dekkun, tíðni og áreiti (TRP) og ítarlegum árangursmælingum á virkni vefauglýsinga. Við horfum á stóru myndina þegar kemur að gerð birtingaáætlana og leggjum áherslu á samspil fjölmiðla, hvað hentar hverju sinni og hverju þeir skila.

bottom of page