top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Staðsetningar í leitarvélum skipta öllu máli

Updated: Jul 24, 2023

Staðsetningar í leitarvélum skipta öllu máli. Við höfum fjallað töluvert um mikilvægi leitarvéla við öflun viðskiptavina en virkni á leitarvélum eins og Google og Bing segir okkur einnig heilmikið um hegðun neytenda á hverjum tíma.


Þegar litið er á þróun leita á leitarvélum fyrra hluta þessa árs í kjölfar COVID-19 faraldursins, má sjá að neytendur reiddu sig í auknum mæli á leitarvélar í leit að upplýsingum um vörur og þjónustu[1].


Verðmætar heimsóknir

Mikilvægi leitarvéla er óumdeilanleg og heimsóknir á vef sem koma í gegnum leitarvélar eru að öllu jöfnu verðmætari en annarskonar heimsóknir[2]. Heimsóknir í gegnum leitarvélar skila t.d. betri árangri ef verið er að selja vöru á netinu eða koma á viðskiptatengslum sem skila mögulegri sölu síðar meir (lead generation).


Verðmætasta staðsetningin

Fyrirtæki verða öllum stundum að huga að sýnileika fyrirtækisins í leitarvélum og þá ekki síst staðsetningu þeirra í leitarniðurstöðum. Fyrirtæki sem birtast efst í leitarniðurstöðum fá mun fleiri smelli (og hærra smellhlutfall) en fyrirtæki sem birtast í sætunum þar fyrir neðan, og fá þar að leiðandi fleiri heimsóknir á vef.


Smellhlutfall auglýsinga eftir staðsetningu

Munurinn er mikill á efstu sætunum og smellhlutfall (svörun) minnkar hratt eftir því sem neðar dregur. Smellhlutfall á efstu leitarniðurstöðu er í kringum 34-35%, en í kringum 17% á niðurstöðu sem birtist í öðru sæti í leitarniðurstöðum og 11-12% á þriðju leitarniðurstöðu. Smellhlutfall á leitarniðurstöðu sem er neðst á fyrstu niðurstöðusíðu er er í kringum 2%. Það er því eftir miklu að slægjast að birtast efst eða eins ofarlega og mögulegt er[3].


Þetta kallar á vöktun sýnileika í niðurstöðum leitarvéla og tillögur að úrbótum ef á þarf að halda. Birtingahúsið hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á samkeppnisvöktun í leitarvélum um árabil og hjálpað fyrirtækjum að bæta staðsetningu í leitarniðurstöðum. Kannaðu málið, það er ekki eftir neinu að bíða! Smelltu hér til að vita meira.


Heimildir og tengdar greinar:

[3] Wordstream - Smart Insight - Google

39 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page