top of page

Markaðssetning á netinu

Vefauglýsingar, samfélagsmiðlar og leitarvélar eru órjúfanlegur hluti í markaðsstarfi fyrirtækja. Möguleikarnir á netinu eru hinsvegar gríðarlega margir. Okkar hlutverk er að aðstoða fyrirtæki í markaðssetningu á netinu, móta stefnu og innleiða lausnir sem hámarka árangur í markaðsstarfi fyrirækja. 

Píluspjald

Þjónusta

Hvernig getum við hjálpað þér að ná árangri?

Vefauglýsingar

Auglýsingar á innlendum og erlendum vefmiðlum. Árangursmælingar og bestun auglýsinga.

Samfélagsmiðlar

Auglýsingar á samfélagsmiðlum Árangursmælingar og bestun auglýsinga.

Leitarvélar

Auglýsingar á leitarvélum og leitarvélabestun. Ráðgjöf, greining og fyrirtækjavöktun.

Samfélagsmiðlar

Nánar um netið

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi, greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfa markaðsaðgerðir. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum, bestun herferða og árangursmælingar. Stefnumótandi ráðgjöf um notkun samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram, efnistök og áherslur auk árangursmælinga á auglýsingum og kostuðum færslum. Umsjón og uppsetning á herferðum á samfélagsmiðlum, bestun herferða og endurgjöf. Innleiðing auglýsingalausna eins og Dynamic auglýsingar og Retargeting herferða. Hugmyndavinna með fyrirtækjum varðandi stefnu, áherslur og efnistök og koma með tillögur að leiðum sem henta viðskiptavinum hverju sinni. ​ Við kortleggjum möguleikana og finnum út hvernig best er fyrir viðskiptavini okkar að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Við hugsum, búum til og samþættum markaðsaðgerðir sem styðja við heildarmarkmið vörumerkisins auk þess að vera alltaf að leita nýrra leiða til að tengjast viðskiptavinum. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki til að eiga samtal við neytendur og fá endurgjöf milliliðalaust. Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að styrkja samband við viðskiptavini og veita betri þjónustu. Við fylgjumst með straumum og stefnum á sviði samfélagsmiðla og neytendahegðunar en með réttum markaðsskilaboðum er hægt að byggja upp traustari samband við viðskiptavini.

Snjallari birtingar í adserving

Adserving þjónusta Birtingahússins er lykillinn að snjallari og árangursdrifnum auglýsingum á netinu og netmarkaðssetningu almennt.  Adserving þjónusta okkar miðar að því að hámarka árangur auglýsingaherferða og ná sem mestum árangri í markaðssetningu á netinu. Við búum yfir ítarlegum upplýsingum um vefmiðla og veitum viðskiptavinum okkar lifandi upplýsingar um árangur herferða hverju sinni. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar eru alltaf með á nótunum og geta fylgst með því sem er að gerast svo sem: ​ Árangur vefborða Árangur vefmiðla og auglýsingaplássa Bestun auglýsinga eftir sölu Mælingar á sýnileika (Viewability) í plássum Andvirði sölu í herferðum Í Adserving þjónustu Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur,  fá ítarlegra upplýsinga um árangur í rauntíma og besta birtingar. Einnig er hægt að stýra birtingum á útimiðlum eins og útiskiltum Billboard.is og upplýsingaskjám í verslunum. Þannig er hægt að samhæfa skilaboð þvert á miðla og stýra tímasetningu birtinga.

Auglýsingar á leitarvélum

Við aðstoðum fyrirtæki við mótun stefnu í notkun leitarvéla, birtingar á auglýsingum í leitarvélum á borð við Google og Bing skilgreina leitarorð, eftirfylgni herferða og bestun.  Markaðssetning á netinu getur verið flókin og tímafrek. Það er mikilvægt að huga að sýnileika vörumerkja í leitarvélum eins og Google hvort sem um er að ræða kostaðar auglýsingar eða almennar leitarniðurstöður Kostaðar auglýsingar á leitarvélum eins og Google og Bing er árangursrík leið til að ná til neytenda og færa vörur og þjónustu (og vörumerki) nær neytendum í kauphugleiðingum. Flestir sem eru að hugleiða kaup á vörum eða leita að þjónustu nota leitarvélar á einhverjum tímapunkti í kaupferlinu.  ​ Sýnileiki í leitarvélum, hvort sem um er að ræða kostaðar auglýsingar á leitarvélum eða almennar leitarniðurstöður (organic search) skiptir miklu máli og huga verður að hvoru tveggja samhliða. Ráðgjöf Birtingahússins miðar að því að hámarka sýnileika í leitarvélum og móta stefnu um notkun þeirra til langs tíma samhliða umsjón, eftirfylgni og bestun herferða (Google Adwords og Bing).

Leitarvélabestun

Sýnileiki á leitarvélum er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur sem vilja ná til viðskiptavina sinna. Það er mikilvægt að huga að samspili netmiðla við aðra miðla eins og dagblöð eða sjónvarp. Fólk leitar að vörum sem það sér auglýst í hefðbundnum miðlum  og auglýsendur þurfa að vera meðvitaðir um þetta samspil þegar boðmiðlunarstefna er mörkuð. Í þessu felast áskoranir en ekki síður dýrmæt tækifæri sem við aðstoðum viðskiptavini okkar að nýta. Leitarvélabestun (SEO) snýst um sýnileika í almennum leitarniðurstöðum (Organic Search) og að tryggja að vefsíða fyrirtækisins birtist eins ofarlega og kostur er. Sýnileiki í leitarvélum er mikilvægur hluti markaðsstarfsins enda notar fólk leitarvélar daglega til að afla sér upplýsinga og til að leita að vörum og þjónustu. Ef fyrirtæk þitt kemur ekki upp í leitarvélum er hætt við að þú farir á mis við dýrmætt tækifæri til að koma vöru og þjónustu á framfæri til neytenda í kauphugleiðingum.

Vörumerkisvöktun

Vörumerkisvöktun í samstarfi við Brand24. Brand24 er frábært tól til þess að fylgjast með umfjöllun um fyrirtæki og/eða vörumerki á miðlum, hvort sem það eru innlendir fréttamiðlar, samfélagsmiðlar jafnvel spjallborðum og hlaðvörpum. Brand24 getur gefið okkur nokkuð nákvæma mynd á það hversu margir sáu eða lásu fréttir um fyrirtækið/vörumerkið. Tólið er hægt að nýta í ótal hluti líkt og Hvað eru margir sem í raun og veru lesa fréttatilkynningarnar sem birtast á innlendum miðlum, frá hvaða landi eru þeir sem eru að engagea við vörumerkið og hvert er virði umfjallarinar og User generated contentsins.

bottom of page