top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Linkedin auglýsingar

Staðsetning auglýsinga vegur þyngra en fjöldi auglýsinga. Gæði birtinga, það er hvar auglýsingarnar birtast, skiptir sumsé meira máli en magn þeirra, það er hversu oft við birtum þær. Auglýsingar á LinkedIn hafa staðið auglýsendum til boða all lengi en færri hafa e.t.v. nýtt sér LinkedIn til að koma skilaboðum fyrirtækisins á framfæri.


En af hverju LinkedIn?

Birtingahúsið hefur nýtt sér LinkedIn með ágætum árangri, til dæmis fyrir fyrirtæki sem eru á fyrirtækjamarkaði (B2B) eða fyrirtæki vilja ná til stjórnenda og fagfólks. Smellhlutfall birtinga er til dæmis töluvert yfir meðal smellhlutfalli vefbirtinga á innlendum og erlendum vefmiðlum. Snertiverð (CPM) og smellkostnaður (CPC) er hinsvegar hærri enda beinast þessar birtingar að smærri hópi en almennar birtingar sem eru dreifðar og birtast víða. LinkedIn auglýsingar snúast sumsé um gæði frekar en magn.

Hverjir nota LinkedIn?

LinkedIn telur yfir 700 milljón notendur á heimsvísu í yfir 200 löndum og hefur byggt upp öflugt samfélag meðal fólks í leit að þekkingu, tengslaneti og fyrirtækja nýta sér miðilinn í vaxandi mæli til að finna hæft starfsfólk. LinkedIn er því frábær vettvangur til að miðla þekkingu í formi greina og pistla og auka faglega ásýnd fyrirtækja. Flestir notendur LinkedIn eru á aldrinum 25-34 ára, 57% notenda eru karlar og um 42% konur. Í könnun MMR frá árinu 2020 sagði 12% fólkst á aldrinum 30-49 nota LinkedIn reglulega. 11% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sögðust nota Linkedin reglulega á móti 6% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni.


Boðmiðlunarstefna

Boðmiðlunarstefna fyrirtækja snýst um val og samsetningu fjölmiðla (hvar á að birta, hvenær og hversu mikið) og LinkedIn á klárlega heima í birtingaplönum sumra fyrirtækja. Þó LinkedIn sé ekki nálægt því eins vinsæll miðill og stærstu samfélagsmiðlarnir eins og Facebook, YouTube og Instagram þá kann vel að vera LinkedIn sé öflugur miðill til að ná til markhópa fyrirtækis þíns svo sem fagfólks og stjórnenda svo dæmi sé tekið. Magn er nefnilega ekki alltaf sama og gæði.


17 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page