top of page
Writer's pictureFrosti Jónsson

Hvað er framundan: Könnun meðal viðskiptavina Birtingahússins

Updated: 2 days ago

Yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina Birtingahússins telur fjármagn til auglýsinga á næsta ári vera svipað og í ár eða aukast. Einungis 7% viðskipta hyggst draga úr fjármagni til auglýsinga. Þetta kemur fram í könnun sem Birtingahúsið gerði nýlega meðal viðskiptavina sinna. Flestir viðskiptavina okkar hyggjast auglýsa meira í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum og útimiðlum en draga úr birtingum í dagblöðum og tímaritum. Þó úrtakið sé smátt þá gefa þessi svör ef til vill til kynna hvað er framundan á íslenskum auglýsingamarkaði næsta árs.


Prentmiðlar hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár svo það kemur ekki á óvart að dagblöð og tímarit séu ekki ofarlega í huga auglýsenda, að minnsta kosti ekki sem fyrsti valkostur þegar kemur að auglýsingabirtingum. Tölur um veltu fjölmiðla árið 2023 liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað en árið 2022 tóku prentmiðlar til sín stærstan hluta af fjölmiðlaveltunni eða um 29.7% sem var um 5% lakari útkoma frá árinu áður. Sama ár jókst hlutdeild umhverfismiðla langmest milli ára og það verður forvitnilegt að vita hvort sú þróun heldur áfram og þá á kostnað hvaða miðla


Staða RÚV á auglýsingamarkaði

Við spurðum viðskiptavini okkar einnig um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og hvert fjármunir sem nú er ráðstafað á RÚV færu ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Einungis tæp 8% svarenda töldu að það rataði á aðra sjónvarpsmiðla og langflestir töldu að því yrði varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum eða auglýsingar á innlendum og erlendum vefmiðlum. Þetta kemur ekki endilega á óvart í ljósi þróunar undanfarinna ára þar sem erlendir vefmiðlar (samfélagsmiðlar, netmiðlar) hafa verið að taka til sín aukið fjármagn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2022 runnu um 46% af því fé sem varið var til birtinga auglýsinga til erlendra aðila, einkum Google og Facebook.


Auglýsingabirtingar og fjölmiðlar

Vitund og Ímynd: Áhrifaríkustu miðlarnir

Ríflega helmingur svarenda töldu sjónvarp vera áhrifaríkasta fjölmiðilinn til að koma ímynd vörumerkis á framfæri (53.8%). Þar á eftir koma samfélagsmiðlar (30.8%) og svo netmiðlar (15.4%). Þegar spurt var um hvaða miðlar væru áhrifaríkastir til að skapa vitund um vörumerki töldu flestir samfélagsmiðla áhrifaríkasta fjölmiðilinn (46.2%), 38.5% sögðu sjónvarp og 15.4% sögðu netmiðla.


Könnnun meðal viðskiptavina Birtingahússins. Auglýsingar og fjölmiðlar

17 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page