Huga Sævarsson,  Ívar Gestsson og Lora Elín Einarsdóttir félagsráðgjafi hjá Píeta

Líkt og undanfarin ár styrkir Birtingahúsið gott málefni um jólin. Í ár styrkir Birtingahúsið Píeta samtökin. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Birtingahúsið sendir öllum nær og fjær innilegar hátíðarkveðjur með óskum um farsæld á nýju ári. Innilegt þakklæti fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Mynd: Á myndinni með Huga og Ívari er Lora Elín Einarsdóttir félagsráðgjafi hjá Píeta.