Ólafur Jónsson ráðinn til Birtingahússins

Birt­inga­húsið hef­ur ráðið til sín Ólaf Jóns­son sem mun sinna ráðgjöf og þró­un­ar­vinnu í tengsl­um við net­markaðsmál fyr­ir viðskipta­vini fé­lags­ins. Ólaf­ur hef­ur um langt skeið unnið við ráðgjöf og kennslu á sviði net­markaðsmá­la.

Auk þess hef­ur hann síðustu árin haldið úti vin­sælu hlaðvarpi um markaðsmál og viðskipta­líf sem mun halda áfram í hans um­sjá. Ólaf­ur var á árum áður meðal ann­ars ráðgjafi hjá Netráðgjöf og Reykja­vík Excursi­ons áður en hann fór út í eig­in rekst­ur að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Birt­inga­húsið var stofnað árið 2000 og veit­ir fag­lega og óháða ráðgjöf um aug­lýs­inga­birt­ing­ar, markaðssetn­ingu og upp­bygg­ingu aug­lýs­inga­her­ferða. Fé­lagið er í alþjóðlegu sam­starfi við Dentsu Aeg­is Network með starf­semi í yfir 140 mörkuðum. Meðal dótt­ur­fé­laga DAN eru Carat, Vize­um og iProspect