Image

Leitarvélabestun

Leitarvélabestun (SEO) snýst um sýnileika í almennum leitarniðurstöðum (Organic Search) og að tryggja að vefsíða fyrirtækisins birtist eins ofarlega og kostur er. Sýnileiki í leitarvélum er mikilvægur hluti markaðsstarfsins enda notar fólk leitarvélar daglega til að afla sér upplýsinga og til að leita að vörum og þjónustu.

Leitarvélar eru mikilvægur hluti í öflun nýrra viðskiptavina. Leitarvélabestun verður að nálgast á forsendum viðskiptavina og snýst um að hámarka sýnileika í leitarniðurstöðum leitarvéla (Organic Search)

Hvar birtist vefsíðan þín?

Kemur vefsíðan þín ekki upp í leitarniðurstöðum leitarvéla eins og Google? Sýnileiki á netinu er öllum fyrirtækjum nauðsynlegur. Fólk notar leitarvélar til að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu. Ef fyrirtæk þitt kemur ekki upp í leitarvélum er hætt við að þú farir á mis við dýrmætt tækifæri til að koma vöru og þjónustu á framfæri til neytenda í kauphugleiðingum.

Leitarvélabestun (e. SEO Optimization, SEO Marketing) er mikilvægur hlekkur í markaðssetningu fyrirtækja og hluti af þjónustu Birtingahússins.

Hvar stendur fyrirtækið þitt í samanburði við keppinauta? Er vefsíða fyrirtækisins sýnileg í leitarniðurstöðum og hversu ofarlega birtist það?

Staðsetning í leitarvélum

Samkeppnisvöktun (SEO, leitarvélabestun) sýnir staðsetningu fyrirtækis þíns í almennum leitarniðurstöðum (organic search) samanborið við helstu keppinauta.  

Fyrirtæki verða öllum stundum að huga að sýnileika í leitarvélum og þá ekki síst staðsetningu í leitarniðurstöðum.  Þetta eru verðmætustu heimsóknirnar. Fyrirtæki sem birtast efst í leitarniðurstöðum fá mun fleiri smelli, hærra smellhlutfall og fleiri heimsóknir en  fyrirtæki sem birtast  í sætunum þar fyrir neðan. Hvar er fyrirtækið þitt að birtast?

Kynntu þér samkeppnisvöktun Birtingahússins og vertu sýnilegri á netinu!
Image

Dagleg notkun leitarvéla

Íslendingar eyða miklum tíma á netinu og notkun leitarvéla er hluti af daglegum athöfnum okkar. Samkvæmt rannsóknum verja ríflega 70% þeirra sem hafa aðgang að interneti meira en 7 klukkutímum á viku á netinu.

Þá nota um 90% fólks á aldrinum 18-54 ára Google leitarvélina vikulega eða oftar, um 77% fólks á aldrinum 55-64 ára notar Google vikulega oftar og fyrir aldurshópinn 65 ára og eldri er hlutfallið um 67% (Capacent).
Image
Image

Sýnileiki á leitarvélum

Sýnileiki á leitarvélum er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur sem vilja ná til viðskiptavina sinna. Það er mikilvægt að huga að samspili netmiðla við aðra miðla eins og dagblöð eða sjónvarp. Fólk leitar að vörum sem það sér auglýst í hefðbundnum miðlum  og auglýsendur þurfa að vera meðvitaðir um þetta samspil þegar boðmiðlunarstefna er mörkuð. Í þessu felast áskoranir en ekki síður dýrmæt tækifæri sem við aðstoðum viðskiptavini okkar að nýta.

Myndbönd og leitarvélabestun

Notkun myndbanda  getur verið góð leið til að bæta sýnileika í leitarvélum. Video sem nær athygli fólks eykur tímalengd heimsókna og myndböndum sem er deilt og fá mikið áhorf skapa vörumerkjum aukna vitund og geta með óbeinum hætti stuðlað að auknum fjölda heimsókna. 

Myndbönd eru vel til þess fallin að skapa vitund og styrkja ímynd vörumerkja.  “Content is king” var haft eftir Bill Gates árið 1996 og það eru orð sem sannarlega eiga ennþá við í dag. Neytendur gera kröfur og nenna ekki að horfa á hvað sem er. Gott myndefni er gulli betra og það á ekki að skera við nögl við framleiðslu á því.
Image