Samkvæmt úttekt Forbes á verðmætustu vörumerkjum í heimi er Apple áfram í efsta sætinu. Verðmetið á 182,8 milljarða ($), sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Þegar listinn, sem nær yfir 100 stærstu, er skoðaður kennir ýmissa grasa. Tíu efstu merkin aukast öll í verðmæti á milli ára, flest verulega. Þrjú vörumerki fara yfir 100 milljarða dollara markið. Google, Microsoft og auðvitað Apple.

Tæknigeirinn áberandi

Aðilar í tæknigeiranum eru mjög áberandi. Virði þeirra vaxið mikið en fimm efstu á listanum tilheyra þeim flokki.  Eitt af hverjum fimm vörumerkjum á listanum í heild heyrir undir tæknigeirann. Langflest merkin eru einnig heitin á fyrirtækjunum sem þau tilheyra. Meðal undantekninga eru Pampers (P&G), Zara (Inditex) og Marlboro (Philip Morris). Þess má geta að Mercedes-Benz (Daimler) var hæst af þessum undantekningum og situr í 13. sæti. Tvö stór og alþjóðlega þekkt vörumerki hófu starfsemi á Íslandi á síðasta ári, eins og flestir muna. Bæði merkin í smásölugeiranum. H&M lendir í 47. sæti listans og Costco númer 86.Það má velta ýmsu öðru upp, skoða fleiri athyglisverða þætti.  Til dæmis hverjir eru stærstu auglýsendurnir í þessum hópi.  L'Oreal ver um 8 milljörðum dala í auglýsingar sinna vörumerkja, P&G 7,1 milljörðum og Amazon 6,3. Þetta eru þrír stærstu auglýsendurnir af þeim aðilum sem opinbera auglýsingafjárfestingar sínar. Ekki fæst uppgefið auglýsingafjármagn Apple en af efstu tíu þá auglýsir Amazon mest, þar á eftir Google og síðan Samsung. Auglýsingahlutfall Amazon er 3,7% af tekjum, Google 5,2% og Samsung 2,2%.

Svo getur verið skemmtilegt að skoða hver þróunin hefur verið en þessi listi hefur tekið talsverðum breytingum og það á ekki svo löngum tíma. Apple er búið að vera á toppnum síðustu árin, en árið 2010 var röðin svona á efstu tíu: Apple (#1), Microsoft, Coca-Cola, IBM, Google, McDonald´s, General Electric (GE), Marlboro, Intel og Nokia (#10). 

Hugi Sævarsson