top of page
Starfsfólk Birtingahússins

Um okkur

Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um auglýsingabirtingar og uppbyggingu auglýsingaherferða. Hjá Birtingahúsinu starfar vel menntað starfsfólk með áralanga reynslu af markaðssetningu og gerð birtingaáætlana. Við erum með sérfræðinga á sviði netmarkaðssetningar, leitarvélabestunar og notkun samfélagsmiðla.

Við leggjum mikla áherslu á ábyrgð og rekjanleika ásamt stöðugri upplýsingagjöf til viðskiptavina. Viðskiptavinir okkar fá aðgang að þjónustuvef en þar geta þeir nálgast allar upplýsingar varðandi auglýsingabirtingar, birtingaplön, skoðað skiptingu kostnaðar eftir miðlategundum, heiti miðla og þróun kostnaðar svo fátt eitt sé nefnt. Það tryggir fullkomið gegnsæi og yfirsýn.

Starfsfólk

Við erum allskonar fólk með viðamikla reynslu og þekkingu á auglýsingamarkaði, auglýsingabirtingum og markaðsmálum. 

bottom of page