Image

Samkeppni og neytendur

Samkeppnisgreiningu veitir auglýsendum gagnlegar upplýsingar um hlutdeild á auglýsingamarkaði og stöðu gagnvart keppinautum, hvernig vægi einstakra miðla er háttað og þróun auglýsingabirtinga. Hægt er að greina hlutdeild út frá auglýsendum, vöruflokkum og einstökum vörumerkjum. 

Innsæi og upplýsingar um neytendahegðun kemur að góðum notum þegar móta þarf stefnu varðandi auglýsingabirtingar eða meta stöðu vörumerkis gagnvart samkeppnismerkjum. Slíkar upplýsingarnar gagnast alltaf vel við undirbúning markaðsherferða, auglýsingagerð og markmiðasetningu.

Samkeppnisgreining

Viltu vita hver hlutdeild fyrirtækis þíns er á auglýsingamarkaði. Hvernig auglýsa keppninautar þínir?

Búðasálfræði

Ráðgjöf varðandi framsetningu í búðum með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í neytendasálfræði

Vörumerkjarýni

Vörumerkjarýni miðar að því að aðstoða fyrirtæki við uppbyggingu vörumerkja og skilgreina leiðir til að auka vörumerkjavirði til lengri tíma.

Neytendagreining

Upplýsingar um neyslu, kaupáform og val á vörumerkjum veita auglýsendum innsæi um vörumerki og samkeppni.

Búðasálfræði

Birtingahúsið veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi möguleg tækifæri í söluumhverfinu með hliðsjón af rannsóknum í neytendasálfræði (búðasálfræði), sem getur verið mikilvægt innlegg í markaðssamskiptum fyrirtækisins.

Hátt hlutfall kaupákvarðana eru teknar inni í verslunum eða í námunda við þær. Skilningur á atferli og kauphegðun neytenda og tillögur varðandi framsetningu vara í búðum getur haft veruleg áhrif á sölu inni í verslunum.  Má í því sambandi nefna útlit/stíl, merkingar, umferðaflæði, framstillingar og samvinnu við stuðningsþjónustu eða aðra vöruflokka.

Við búum við sérþekkingu og mikilli reynslu sem gagnast fyrirtækjum sem selja vörur inni í stórmörkuðum.

Vörumerkjarýni

Vörumerkjarýni Birtingahússins (Brand Audit) er vel skilgreint ferli þar sem við förum ítarlega yfir stöðu vörumerkis og mótum langtímastefnu við uppbyggingu þess með það að markmiði að auka vörumerkjavirði. Meðal þess sem er rýnt í er:

  • Markhópar
  • Samkeppni
  • Staðfærsla
  • Söluráðar

Að vinnu lokinni eiga vörumerkjastjórar, markaðsstjórar og aðrir sem koma að markaðssetningu að hafa skýra sýn á vörumerkið, stöðu þess gagnvart samkeppnismerkjum, boðmiðlunarstefnu og staðfærslu.