Image

Online Video

Online Video snýst um fleira en smelli og birtingar. Videó auglýsingar á netinu eru í senn hagkvæm og árangursrík leið til að ná til markhópsins með rétt skilaboð á réttum tíma með hagkvæmum hætti. Möguleikarnir sem liggja í birtingu videóauglýsinga á netinu eru margir og sameina kosti netauglýsinga og sjónvarps. 

Videóauglýsingar á YouTube og samfélagsmiðlum er frábær leið til að styrkja skilaboð t.d. með því að samkeyra með auglýsingum í öðrum miðlum eins og sjónvarpi og/eða ná til þeirra sem horfa minna á sjónvarp en gengur og gerist.

Hnitmiðaðar birtingar

Kostir birtinga á miðlum eins og YouTube og Facebook liggja í víðtækri notkun þeirra og hversu vel er hægt að skilgreina þá hópa sem ná þarf til hverju sinni. 

Fjölmargir innlendir vefmiðilar bjóða einnig uppá videó á undan myndefni (pre-roll) og ör þróun sjónvarps á netinu er nokkuð sem við fylgjumst grant með og nýtum fyrir viðskiptavini okkar.

Okkar þjónusta felst í að greina tækifærin sem liggja í notkun þessara miðla, leggja til skynsamlega nýtingu þeirra, samræma við aðrar birtingar og mæla árangurinn.
Image