Samfélagsmiðlar

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi, greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfa markaðsaðgerðir. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum, bestun herferða og árangursmælingar.
Stefnumótandi ráðgjöf um notkun samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram, efnistök og áherslur auk árangursmælinga á auglýsingum og kostuðum færslum.
Umsjón og uppsetning á herferðum á samfélagsmiðlum, bestun herferða og endurgjöf. Innleiðing auglýsingalausna eins og Dynamic auglýsingar og Retargeting herferða.
Hugmyndavinna með fyrirtækjum varðandi stefnu, áherslur og efnistök og koma með tillögur að leiðum sem henta viðskiptavinum hverju sinni.
Við kortleggjum möguleikana og finnum út hvernig best er fyrir viðskiptavini okkar að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Við hugsum, búum til og samþættum markaðsaðgerðir sem styðja við heildarmarkmið vörumerkisins auk þess að vera alltaf að leita nýrra leiða til að tengjast viðskiptavinum. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki til að eiga samtal við neytendur og fá endurgjöf milliliðalaust. Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að styrkja samband við viðskiptavini og veita betri þjónustu. Við fylgjumst með straumum og stefnum á sviði samfélagsmiðla og neytendahegðunar en með réttum markaðsskilaboðum er hægt að byggja upp traustari samband við viðskiptavini.

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á netfangið birting[@]birtingahusid.is um hvaðaeina sem þig langar að vita og athugaðu hvort við getum hjálpað þér að ná árangri. Þér er líka velkomið að hringa í okkur í síma 569 3800.  Við hlökkum til að heyra frá þér!