Image

Samfélagsmiðlar

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi, greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfa markaðsaðgerðir. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum, bestun herferða og árangursmælingar.

Stefnumótandi ráðgjöf um notkun samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram, efnistök og áherslur auk árangursmælinga á auglýsingum og kostuðum færslum.

Umsjón og uppsetning á herferðum á samfélagsmiðlum, bestun herferða og endurgjöf. Innleiðing auglýsingalausna eins og Dynamic auglýsingar og Retargeting herferða.

Hugmyndavinna með fyrirtækjum varðandi stefnu, áherslur og efnistök og koma með tillögur að leiðum sem henta viðskiptavinum hverju sinni.
Við kortleggjum möguleikana og finnum út hvernig best er fyrir viðskiptavini okkar að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Við hugsum, búum til og samþættum markaðsaðgerðir sem styðja við heildarmarkmið vörumerkisins auk þess að vera alltaf að leita nýrra leiða til að tengjast viðskiptavinum. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki til að eiga samtal við neytendur og fá endurgjöf milliliðalaust. Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að styrkja samband við viðskiptavini og veita betri þjónustu. Við fylgjumst með straumum og stefnum á sviði samfélagsmiðla og neytendahegðunar en með réttum markaðsskilaboðum er hægt að byggja upp traustari samband við viðskiptavini.
Image
Ert þú að gleyma Google MyBusiness?

Ert þú að gleyma Google MyBusiness?

Það eru ótalmargir þættir sem hafa áhrif á sýnileika fyrirtækja í leitarvélum eins og Google og Bing. Auk tæknilegra hluta sem snúa að vefsíðunni sjálfri þá hafa þættir eins og efnistök, vísanir (external links) og vinsældir (fjöldi heimsókna á vef) áhrif á sýnileika. Google MyBusines eitt af

...
Hátíðarkveðja frá Birtingahúsinu

Hátíðarkveðja frá Birtingahúsinu

Sendum viðskiptavinum og samstarfsfólki Birtingahússins hugheilar jóla- og nýaárskveðjur Við þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Jólastyrkur Birtingahússins rennur í ár til Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Hátíðarkveðjur - Starfsfólk Birtingahússins.

Er útgáfa dagblaða tímaskekkja?

Er útgáfa dagblaða tímaskekkja?

Fjölmiðlanotkun hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og hafa útgefendur dagblaða og tímarita sannarlega fundið fyrir þeim breytingum. Þessi þróun sést vel ef skoðaðar eru tölur um meðallestur og einnig ef við rýnum í tölur um auglýsingaveltu.