Image

Samfélagsmiðlar

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi, greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfa markaðsaðgerðir. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum, bestun herferða og árangursmælingar.

Stefnumótandi ráðgjöf um notkun samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram, efnistök og áherslur auk árangursmælinga á auglýsingum og kostuðum færslum.

Umsjón og uppsetning á herferðum á samfélagsmiðlum, bestun herferða og endurgjöf. Innleiðing auglýsingalausna eins og Dynamic auglýsingar og Retargeting herferða.

Hugmyndavinna með fyrirtækjum varðandi stefnu, áherslur og efnistök og koma með tillögur að leiðum sem henta viðskiptavinum hverju sinni.
Við kortleggjum möguleikana og finnum út hvernig best er fyrir viðskiptavini okkar að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Við hugsum, búum til og samþættum markaðsaðgerðir sem styðja við heildarmarkmið vörumerkisins auk þess að vera alltaf að leita nýrra leiða til að tengjast viðskiptavinum. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar dyr fyrir fyrirtæki til að eiga samtal við neytendur og fá endurgjöf milliliðalaust. Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að styrkja samband við viðskiptavini og veita betri þjónustu. Við fylgjumst með straumum og stefnum á sviði samfélagsmiðla og neytendahegðunar en með réttum markaðsskilaboðum er hægt að byggja upp traustari samband við viðskiptavini.
Image
Birtingahúsið styrkir Píeta samtökin

Birtingahúsið styrkir Píeta samtökin

Líkt og undanfarin ár styrkir Birtingahúsið gott málefni um jólin. Í ár styrkir Birtingahúsið Píeta samtökin. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Birtingahúsið

...
Agnar Freyr deildarstjóri netmarkaðsmála

Agnar Freyr deildarstjóri netmarkaðsmála

Agnar Freyr hóf störf hjá Birtingahúsinu snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins.

Árangur auglýsinga og endabúnaður

Árangur auglýsinga og endabúnaður

Birtingahúsið hefur frá árinu 2012 sinnt samræmdum árangursmælingum á innlendum og erlendum vefmiðlum samhliða árangursmælingum eftir endabúnaði notenda ásamt fleiru. Samræmdar mælingar eru forsendur

...