Image

Auglýsingar á leitarvélum

Við aðstoðum fyrirtæki við mótun stefnu í notkun leitarvéla, birtingar á auglýsingum í leitarvélum á borð við Google og Bing skilgreina leitarorð, eftirfylgni herferða og bestun.  Markaðssetning á netinu getur verið flókin og tímafrek. Það er mikilvægt að huga að sýnileika vörumerkja í leitarvélum eins og Google hvort sem um er að ræða kostaðar auglýsingar eða almennar leitarniðurstöður

Sýnileiki í leitarvélum, hvort sem um er að ræða keyptar auglýsingar eða leitarvélabestun, er nauðsynlegur hluti af markaðsstarfi fyrirtækja og verður að nálgast samhliða

Sýnileiki í leitarvélum

Kostaðar auglýsingar á leitarvélum eins og Google og Bing er árangursrík leið til að ná til neytenda og færa vörur og þjónustu (og vörumerki) nær neytendum í kauphugleiðingum. Flestir sem eru að hugleiða kaup á vörum eða leita að þjónustu nota leitarvélar á einhverjum tímapunkti í kaupferlinu.

Sýnileiki í leitarvélum, hvort sem um er að ræða kostaðar auglýsingar á leitarvélum eða almennar leitarniðurstöður (organic search) skiptir miklu máli og huga verður að hvoru tveggja samhliða. Ráðgjöf Birtingahússins miðar að því að hámarka sýnileika í leitarvélum og móta stefnu um notkun þeirra til langs tíma samhliða umsjón, eftirfylgni og bestun herferða (Google Adwords og Bing).

Gæði umfram magn

Þó það sé nokkuð um liðið frá því að Erwin Eprhon setti fram recency kenningu sína þá lifir hún ennþá góðu lífi. Kenning Ephron gengur í stuttu máli út á að stakt áreiti, rétt staðsett, hafi meiri áhrif á kauphegðun en magn áreitis. Staðsetning auglýsinga (áreiti) skipti sumsé meira máli en magn auglýsinga. Auglýsingar í leitarvélum falla fullkomleg að hugmyndum Ephrons en þær snúast að öllu leiti um að staðsetja rétt skilaboð sem næst kaupum.

Sýnileiki í kaupferlinu

Þegar fólk leitar að vörum og þjónustu í leitarvélum eins og Google og Bing er það að öllu jöfnu komið mjög langt í kaupferlinu. Okkar ráðgjöf og vinna miðar að því að tryggja sýnileika viðskiptavina okkar þegar þangað er komið með samspili keyptra auglýsinga í leitarvélum (Search Ads) og leitarvélabestun (SEO). Hvorutveggja er órjúfanlegur hluti árangursríkrar markaðssetningar á netinu og nokkuð sem öll fyrirtæki þurfa að huga að alla daga ársins. Eru þín skilaboð rétt staðsett?