Image

Adserving þjónusta

Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur og afla ítarlegra upplýsinga um árangur þeirra. Einnig er hægt að stýra birtingum á útimiðlum (eins og útiskiltum Billboard.is) og upplýsingaskjám í verslunum og samhæfa vefbirtingar þvert á miðla

Adserving þjónusta Birtingahússins snýst um árangursdrifnar auglýsingabirtingar á innlendum og erlendum vefmiðlum. 

Við mælum ítarlega árangur allra auglýsingabirtinga á netinu, árangur vefmiðla og auglýsingaplássa og bestum auglýsingabirtingar út frá svörun. Þannig er hægt að hámarka árangur herferða og arðsemi auglýsingafjár.
MRC vottað birtingakerfi og tryggir óháðar árangursmælingar vefauglýsinga.

Dynamic Product Ads

Dynamic Product Retargeting Ads er öflug og snjöll auglýsingalausn sem Birtingahúsið býður viðskiptavinum sínum uppá

Dynamic Product Retargeting hentar sérstaklega vel fyrirtækjum sem selja vörur á netinu og þeim sem vilja spara framleiðslukostnað á netborðum.

  • Birtum auglýsingar á netinu með vörum sem viðskiptavinir hafa skoðað í vefverslun.
  • Allar upplýsingar sem fram koma í netborðanum, svo sem vörumyndir, vörulýsing og verð, eru sóttar sjálkrafa beint úr gagnagrunni vefverslunarinnar og uppfærast í rauntíma.
  • Hægt er að birta Dynamic Product auglýsingar á innlendum og erlendum netmiðlum. 
Image

Display auglýsingar

Auglýsingar á erlendum vefsíðum sem hluti af Google Display Network (Programmatic Buying) getur verið hagkvæm og árangursrík leið til að ná til markhópa fyrirtækisins þíns, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Birtingahúsið hefur aðgang að fjölmörgum auglýsingaveitum eins og Google Display Network, Rubicon, Microsoft Audience Ads og fleirum sem við nýtum í þágu viðskiptavina okkar. Samræmdar óháðar mælingar á innlendum og erlendum miðlum tryggir réttmætann samanburð og viðskiptavinir okkar vita nákvæmlega hvaða árangri þeir eru að ná og hvernig auglýsingafé þeirra nýtist.

Viðskiptavinir geta borið árangur herferða saman við markaðinn í heild sinni. Kostur birtinga á erlendum vefsíðum (Display auglýsingar) eru fjölmargir en eingöngu greitt fyrir þann árangur sem næst, t.d. eftir smellum (clicks) eða birtingum (impressions).  Þá er hægt hægt að stýra birtingum eftir efnisflokkum, tímasetja birtingar, t.d. eftir tími dags eða vikudögum, stýra birtingum eftir endabúnaði notenda (snjallsímar, spjaldtölvur) og fleira og fleira..
Image