Árangursdrifið markaðsstarf

Markaðssetning snýst um að byggja upp vörumerkjavirði. Í því felst að skapa vörumerkjum nauðsynlega vitund og koma á jákvæðum, sterkum og einstökum hugtengslum við þau. Stafræn markaðssetning (netmarkaðssetning) snýst um að nýta hugbúnað, tæki og tól til að ná til markhópa með árangursdrifnum hætti. Við hugum ávallt að samspili miðla með það að markmiði að hámarka arðsemi fjármagns sem sett er í auglýsingar. Birtingahúsið er Google Partner og Google Adwords Certificate.
Image
Image

Snjallari birtingar í Adserving

Adserving þjónusta Birtingahússins er lykillinn að snjallari og árangursdrifnum auglýsingum á netinu og netmarkaðssetningu almennt. Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissari hætti en tíðkast hefur,  fá ítarlegra upplýsinga um árangur í rauntíma og besta birtingar.

Einnig er hægt að stýra birtingum á útimiðlum eins og útiskiltum Billboard.is og upplýsingaskjám í verslunum. Þannig er hægt að samhæfa skilaboð þvert á miðla og stýra tímasetningu birtinga.

Adserving þjónusta okkar miðar að því að hámarka árangur auglýsingaherferða og ná sem mestum árangri í markaðssetningu á netinu. Við búum yfir ítarlegum upplýsingum um vefmiðla og veitum viðskiptavinum okkar lifandi upplýsingar um árangur herferða hverju sinni. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar eru alltaf með á nótunum og geta fylgst með því sem er að gerast svo sem:

  • Árangur vefborða
  • Árangur vefmiðla og auglýsingaplássa
  • Bestun auglýsinga eftir sölu
  • Mælingar á sýnileika (Viewability) í plássum
  • Andvirði sölu í herferðum

Hafðu samband og kynntu þér snjallari lausnir Birtingahússins í markaðssetningu á netinu.

Leitarvélar

Mótun stefnu í notkun leitarvéla. Umsjón herferða í Google, Bing, Yahoo og Alexa. Eftirfylgni og bestun.

Leitarvélabestun

Leitarvélabestun (SEO) með það að markmiði að hámarka sýnileika vefsíðu fyrirtækis þíns í leitarvélum.

Samfélagsmiðlar

Mótun stefnu um notkun samfélagsmiðla og greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra í markaðsstarfi.

Video

Umsjón, eftirfylgni og bestun auglýsinga á YouTube. Frábær leið til að auka dekkun auglýsingaherferða.

Auglýsingar á leitarvélum (Paid Search)

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta sér stefnu í notkun leitarvéla, setja upp leitarherferðir í Google (Google Ads sem áður hét Adwords) og Bing, skilgreina leitarorð, eftirfylgni herferða og bestun.  Markaðssetning á netinu getur verið flókin og tímafrek. Það er mikilvægt að huga að sýnileika vörumerkja á leitarvélum eins og Google hvort sem um er að ræða kostaða tengla (kostaðar auglýsingar á leitarvélum) eða í almennum (organic) leitarniðurstöðum. 

Online Video

Online video svo sem auglýsingar á YouTube er frábær leið til að styrkja skilaboð t.d. með því að samkeyra með auglýsingum í öðrum miðlum eins og sjónvarpi og/eða ná til þeirra sem horfa minna á sjónvarp en gengur og gerist. Youtube er markhópamiðaður miðill með ótal möguleikum þegar kemur að ná beint til þess hóps sem ná þarf til. Auglýsingar birtast á undan efni sem horft er á á YouTube (TrueView in-stream) eða í leitarniðurstöðum á YouTube. Einnig er hægt að keyra videó-auglýsingar á erlendum miðlum sem eru skoðaðir á Íslandi (Google Display Network).

Display auglýsingar

Auglýsingar á erlendum vefmiðlum (Display Networks, Real Time Bidding, Programmatic Buying) getur verið hagkvæm og árangursrík leið til að ná til markhópa fyrirtækisins þíns, hvort sem er á Íslandi eða ef ná á til markhópa erlendis.  Google Display Network, Rubicon, Microsoft Ad Exchange og fleiri auglýsingaveitur, veita auglýsendum aðgang að milljónum vefsíðna út um allan heim sem hentar vel til að viðhalda samfelldu áreiti til lengri tíma með hagkvæmum hætti. Sérfræðingar Birtingahússins þekkja möguleika þessara miðla og aðstoða fyrirtæki að nýta sér þá í markaðstarfi sínu, setja upp herferðir og mæla árangur. Markaðssetning á netinu er okkar hjartans mál. Hafðu samband og fáðu kynningu á þjónustu og lausnum Birtingahússins.

Leitarvélabestun (SEO)

Leitarvélabestun snýst um sýnileika í almennum leitarniðurstöðum (Organic Search) og að tryggja að vefsíða fyrirtækisins birtist eins ofarlega og kostur er. Sýnileiki í leitarvélum er mikilvægur hluti markaðsstarfsins enda notar fólk leitarvélar daglega til að afla sér upplýsinga og til að leita að vörum og þjónustu.  Komi fyrirtækið ekki upp í leitarvélum er hætt við að það fari á mis við dýrmætt tækifæri til að koma vöru og þjónustu á framfæri og ná til markhópsins þegar hann er í kauphugleiðingum. 

Auglýsingar á samfélagsmiðlum

Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla, greinum tækifærin sem liggja í notkun þeirra og samhæfum markaðsaðgerðir. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum, bestun herferða og árangursmælingar. Við fylgjumst með straumum og stefnum á sviði samfélagsmiðla og neytendahegðunar.Við kortleggjum möguleikana og finnum út hvernig best er fyrir viðskiptavini okkar markaðssetja sig á samfélagsmiðlum.