
Fagleg birtingaráðgjöf
Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um markaðssetningu, auglýsingabirtingar og uppbyggingu auglýsingaherferða. Hjá Birtingahúsinu starfar vel menntað starfsfólk með áralanga reynslu af markaðssetningu og gerð birtingaáætlana. Við erum með sérfræðinga á sviði netmarkaðssetningar, leitarvélabestunar og notkun samfélagsmiðla.
Hjá Birtingahúsinu eru innri gæðamál í fyrirrúmi. Við leggjum mikla áherslu á ábyrgð og rekjanleika ásamt stöðugri upplýsingagjöf til viðskiptavina. Viðskiptavinir okkar fá aðgang að þjónustuvef en þar geta þeir nálgast allar upplýsingar varðandi auglýsingabirtingar, birtingaplön, skoða skiptingu kostnaðar eftir miðlategundum, heiti miðla og þróun kostnaðar svo fátt eitt sé nefnt. Það tryggir fullkomið gegnsæi og yfirsýn.
Hjá Birtingahúsinu eru innri gæðamál í fyrirrúmi. Við leggjum mikla áherslu á ábyrgð og rekjanleika ásamt stöðugri upplýsingagjöf til viðskiptavina. Viðskiptavinir okkar fá aðgang að þjónustuvef en þar geta þeir nálgast allar upplýsingar varðandi auglýsingabirtingar, birtingaplön, skoða skiptingu kostnaðar eftir miðlategundum, heiti miðla og þróun kostnaðar svo fátt eitt sé nefnt. Það tryggir fullkomið gegnsæi og yfirsýn.
Birtingaþjónusta
Auglýsingabirtingar, mótun boðmiðlunarstefnu og uppbygging auglýsingaherferða.
Netmarkaðssetning
Mótun stefnu í noktun vefmiðla í markaðssetningu. Umsjón, eftirfylgni og bestun herferða á netinu.
Markaðsgreiningar
Markaðsgreiningar, samkeppni og neytendur. Hlutdeild fyrirtækja á auglýsingamarkaði og neytendahegðun.
Vörumerkjarýni
Vörumerkjarýni (Brand Audit) og langtíma uppbygging vörumerkja. Skilgreinining markhópa, keppinauta og staðfærsla vörumerkis.
Birtingaplön
Gerð birtingaáætlana snýst um að nýta fjármuni skynsamlega, tryggja vörumerkjum nauðsynlegt áreiti og að ná sem mestum árangri með sem lægstum tilkostnaði. Það er alls ekki samasem merki milli þess að auglýsa mikið og að ná árangri og hlutverk okkar er að tryggja bestu nýtingu á þeim fjármunum sem fara í auglýsingabirtingar og mæla árangur birtinga. Gerð birtingaáætlana snýst um val á miðlum (hvar á að birta), tímasetningu birtinga (hvenær á að birta) og áreiti (hversu mikið á að birta) og að tryggja að auglýsingar nái eyrum og augum markhópsins. Við sjáum um að veita viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf og höldum vel utan um allt ferlið, allt frá gerð birtingaáætlana, bókana á miðlum til birtinga og eftirfylgni.
Samhæfð skilaboð
Birtingahúsið býður uppá miðlæga stjórnun auglýsingabirtinga í stafrænum útimiðlum eins og strætóskýlum, útiskiltum (OOH, Out Of Home miðlum), upplýsingaskjám og netmiðlum. Þannig er hægt að samhæfa birtingar fullkomlega við birtingar milli stafrænna miðla, uppfæra allt efni í rauntíma og tryggja að rétt skilaboð birtist á öllum miðlum samtímis.
Árangursmælingar
Hlutverk okkar er að aðstoða viðskiptavini okkar við langtíma uppbyggingu vörumerkja og auka vörumerkjavirði. Árangursmælingar eru órjúfanlegur hluti faglegs markaðsstarfs.
Ráðgjöf Birtingahússins byggir á þekkingu og rannsóknum á virkni fjölmiðla og mælanlegum markmiðlum eins og dekkun, tíðni og áreiti (TRP) og ítarlegmum árangursmælingum á virkni vefauglýsinga. Við horfum á stóru myndina þegar kemur að gerð birtingaáætlana og leggum áherslu á samspil fjölmiðla, hvað hentar hverju sinni og hverju þeir skila.
Ráðgjöf Birtingahússins byggir á þekkingu og rannsóknum á virkni fjölmiðla og mælanlegum markmiðlum eins og dekkun, tíðni og áreiti (TRP) og ítarlegmum árangursmælingum á virkni vefauglýsinga. Við horfum á stóru myndina þegar kemur að gerð birtingaáætlana og leggum áherslu á samspil fjölmiðla, hvað hentar hverju sinni og hverju þeir skila.

Staðsetning
Laugavegi 174, 3. hæð, 105 Reykjavík
Tölvupóstur
birting@birtingahusid.is
Sími
+354-569-3800