Birtingahúsið veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi möguleg tækifæri í söluumhverfinu með hliðsjón af rannsóknum í neytendasálfræði (búðasálfræði), sem getur verið mikilvægt innlegg í markaðssamskiptum fyrirtækisins. 

Örstutt um neytendasálfræðina

Hátt hlutfall kaupákvarðana eru teknar inni í verslunum eða í námunda við þær. Skilningur á atferli og kauphegðun neytenda getur því hjálpað við að auka sölumöguleika á vöru eða þjónustu.  Má í því sambandi nefna útlit/stíl, merkingar, umferðaflæði, framstillingar og samvinnu við stuðningsþjónustu eða aðra vöruflokka.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is