Ráðgjöf

Markaðsgreiningar

Viltu vita meira um samkeppnisaðila eða neytendur? Markaðsgreining Birtingahússins, samkeppnisgreining og neytendagreining, veitir auglýsendum annars vegar upplýsingar um hlutdeild á auglýsingamarkaði (sjónvarp, dagblöð og tímarit) og hins vegar upplýsingar um neytendahegðun, svo sem kaupáform, val á vörumerkjum, fjölmiðlaneyslu og fleira. 

red-graphic-arrow-250.jpg
vorumerki-250.jpg

Vörumerkjarýni

Vörumerkjarýni Birtingahússins miðar að því að aðstoða fyrirtæki við uppbyggingu vörumerkja og skilgreina leiðir til að auka vörumerkjavirði til lengri tíma. Að vinnu lokinni eiga vörumerkjastjórar, markaðsstjórar og aðrir sem koma að markaðssetningu að hafa skýra sýn á vörumerkið, stöðu þess gagnvart samkeppnismerkjum og hvaða leiðir skal fara í uppbyggingu þess.

Búðasálfræði

Birtingahúsið veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi framsetningu í búðum með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í neytendasálfræði (búðasálfræði) sem getur verið mikilvægt innlegg í markaðssamskiptum fyrirtækisins. 

Shopping-illustration-250.jpg

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is