Ólafur Jónsson hefur um nokkura ára skeið haldið úti áhugaverðu hlaðvarpi um markaðsmál og hlustendahópurinn hefur stækkað ár frá ári. Þættirnir eru komnir vel yfir hundrað talsins og gestur Óla í hlaðvarpsþætti 133 var Agnar Freyr Gunnarsson, sérfræðingur hjá Birtingahúsinu.
Í hlaðvarpsþætti #133 ræðir Ólafur við Agnar Frey um markaðssetningu á netinu og þær breytingar sem framundan eru í heimi stafrænnar markaðssetningar líkt ný uppfærsla IOS 14.5 hjá Apple mun gera eins og lesa má um í grein á SocialMediaToday. Einnig er komið inn á þær breytingar sem eiga sér stað með brotthvarfi á vefkökum, mælingar á árangri, spálíkön (attribution model) og Twitch.TV. Þátturinn er aðgengilegur á Soundcloud og við hvetjum alla til að hlusta.
Comments