ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, í samráði við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa fyrir ÍMARK-deginum sem haldinn er 1. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka.
Lúðurinn eru verðlaun sem veita frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum, sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt, viðurkenningu, en þetta er í 38. sinn sem verðlaunin eru veitt.
Það er sérlega ánægjulegt að Birtingahúsið kemur að fjórum af fimm þeirra tilnefninga til lúðursins í flokki herferða en fyrirtækin og herferðirnar sem um ræðir eru Indó - Ekki banki, ekki bull, Nova - Elskum öll, Krónan - Íslenska sumarið. Til í þetta! og Orkusalan - Í hvað fer þín orka. Herferð sýnir hvernig ólíkir miðlar voru nýttir á skapandi og viðeigandi hátt, til að mynda eina heild og koma koma sömu skilaboðum til ákveðins markhóps, eða hafa áhrif á ímynd fyrirtækis á heildrænan og samhentan hátt.
Um ÍMARK og SÍA
ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 en eitt af megin hlutverkum ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra.samhentan hátt. Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, var stofnað árið 1978 með það að markmiði að efla faglega hæfni aðildarfyrirtækjan til þess að veita sem fullkomnasta þjónustu á öllum sviðum auglýsinga- og markaðsmála.
Um Birtingahúsið
Birtingahúsið veitir auglýsendum faglega ráðgjöf um auglýsingabirtingar og uppbyggingu auglýsingaherferða. Hjá Birtingahúsinu starfar vel menntað starfsfólk með áralanga reynslu af markaðssetningu og gerð birtingaáætlana. Við erum með sérfræðinga á sviði netmarkaðssetningar, leitarvélabestunar og notkun samfélagsmiðla.
Comments