top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Kolefnisspor auglýsinga

Íslendingar hafa almennt miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum en um 86% Íslendinga telja þær vera mikið vandamál. Íslendingar segjast einnig, ef marka má viðhorfskannanir, vera reiðubúnir að styðja afgerandi aðgerðir til að sporna gegn hamfarahlýnun. Í viðhorfskönnun sem gerð var á Íslandi árið 2020 sögðust meirihluti þátttakenda sig reiðubúna að greiða hærra verð, hærri skatta og sætta sig við skerðingu á lífskjörum í þágu umhverfisins. Eru auglýsendur á sömu skoðun og almenningur?


Mögulega eru ekki margir að spá í kolefnisspor þegar kemur að auglýsingum og auglýsingabirtingum. Nýleg rannsókn komst að þeirri niðurstöðu að hefðbundin auglýsingaherferð á netmiðlum losaði allt að 5.4 tonnum af koltvísýring (Carbon dioxide) sem samsvarar um það bil 20.000 kílómetra akstri á bíl. Ef um er að ræða hnattræna auglýsingaherferð má gera ráð fyrir að losunin nemi allt að 70 tonnum sem er um það bil það sama og 7 manneskjur skilja eftir sig á einu ári.


Auglýsingaherferð á netmiðlum losar allt að 5.4 tonnum af koltvísýring (Carbon dioxide) sem samsvarar um það bil 20.000 kílómetra akstri á bíl

Megnið af kolefnissporinu sem auglýsingar skilja eftir sig er tilkomið vegna þess vélbúnaðar sem knýr vefsíður áfram og nýtir óumhverfisvæna orku eins og brennslu á gasi, olíu og kolum. Rannsóknarfyrirtækið Scope3 reiknaði það út að 10 sekúndna dvöl á vefmiðli með 18 auglýsingahólf jafngildi bruna á 100 grömmum af kolum. Þetta er fljótt að telja.


Hvað er hægt að gera?

En hvað geta auglýsendur, auglýsingastofur og birtingahús gert til að bæta ráð sitt og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda? Gæði auglýsingabirtinga má skoða með hliðsjón af árangrinum sem þær skila (svörun) en einnig út frá umhverfissjónarmiði (kolefnisspori). Þetta tvennt getur nefnilega farið saman ef vel er að málum staðið.


  • Við í Birtingahúsinu (í samstarfi við Adform og Scope3) bjóðum okkar viðskiptavinum upp á umhverfisvænni birtingar vefauglýsinga á erlendum vefmiðlum og dregið úr kolefnisáhrifum netbirtinga um 25-30% án þess að það komi niður á árangri auglýsingabirtinga.

  • Val á vefmiðlum skiptir máli. Vefmiðlar með mörgum auglýsingahólfum og mörgum auglýsinga plássum í hverju hólfi eru til að mynda líklegri til að stuðla að meiri losun gróðurhúsalofttegunda meðal annars vegna þess að eftirtekt er minni (emission pr attentive second). Birtingar á vefmiðlum með færri auglýsingahólfum skila yfirleitt betri árangri (eftirtekt, smellum og smellhlutfalli) og kolefnissporið er minna.

  • Videóauglýsingar skila minni losun með tilliti til eftirtektar og áhorfs en til dæmis vefborðar (emission pr attentive second).

  • Með því að stýra auglýsingabirtingum eftir því hvort fólk er tengt netinu á WiFi eða 4/5G er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50-70%.


Samfélagsleg ábyrgð

Kannanir erlendis sýna að meirihluti markaðsfólk telur að auglýsingabransinn eigi langt í land og þurfi að gera miklu mun betur. Mig grunar að það sama sé uppi á teningnum hér á landi. Því þarf að breyta og markaðsfólk þarf að hafa frumkvæðið að þeim breytingum. Fyrsta skrefið er að hefja samtal við auglýsendur um græn skref, upplýsa og fræða. Hlutverk okkar í Birtingahúsinu er að kynna leiðirnar, innleiða lausnir sem eru til staðar og stuðla að betri árangri með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi.


Recent Posts

See All

Comments


bottom of page