top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Eru notendur Bing öðruvísi en þeir sem gúggla?

Updated: Jul 24, 2023

Bing leitarvélin fellur gjarnan í skuggann af Google leitarvélinni sem ber höfuð og herðar yfir aðrar leitarvélar. Það þýðir þó ekki að við eigum að líta alfarið framhjá Bing leitarvélinni. Auglýsingar á Bing geta til að mynda verið hagkvæmur kostur til að ná í jaðarhóp sem sækir ekki í Google.

Söguleg upprifjun

Microsoft setti Bing leitarvélina í loftið árið 2009 en hún á byggir á eldri leitarvélum eins og MSN Search, Windows Live Search og svo Live Search [1]. Skömmu síðar gerðu Yahoo og Microsoft með sér samkomulag um notkun þess fyrrnefnda á Bing algríminum í Yahoo! Search. Árið 2018 fór um fjórðungur allra leita í leitarvélum í Bandaríkjunum fram í Bing leitarvélinni.


Bing er þriðja stærsta leitarvélin á heimsvísu með um 6% hlutdeild ef marka má tölur Net Marketshare. Google leitarvélin er sem fyrr segir ráðandi á leitarvélamarkaðinum með ríflega 80% hlutdeild á heimsvísu og kínverska leitarvélin Baidu er með rétt rúymlega 7% hlutdeild. Samanlögð hlutdeild Bing og Yahoo! er einhversstaðar á kringum 8% ef marka má niðurstöður Net Marketshare. Hlutdeild Bing e mjög breytileg eftir endabúnaði. Hlutdeild bing meðal notenda á tölvum (desktop/labtop) er um 13% á heimsvísu en er undir 1% ef notuð eru snjalltæki (snjallsímar og spjaldtölvur). [2] [3]


Notkun Bing á Íslandi

Haldbærar upplýsingar um notkun og hlutdeild Bing á Íslandi eru af skornum skammti svo við látum það liggja milli hluta. Hér er hinsvegar ætlunin að rýna í gögn Birtingahússins sem byggja á árangri og svörun við auglýsingum á Bing og Google leitarvélunum.

Það er strax augljós munur á umfangi leita þegar þessar leitarvélar eru bornar saman. Mun fleiri nýta sér Google en Bing, varlega áætlað er hlutdeild um Google 95% en munurinn er aðeins mismunandi eftir því í hvaða geira er verið að skoða. Ef við lítum framhjá umfangi og hlutdeild (search volume) er eitthvað annað sem einkennir notendur Bing og aðgreinir þá frá notendum Google?


Aldurshópar og birtingar á leitarvélum

Ef tekin eru saman gögn um heildarfjölda birtinga (impressions) fyrir valin fyrirtæki sem birta auglýsingar á Bing og Google þá er nokkur munur á leitarvélunum hvað varðar birtingar og aldursdreifingu. Hlutfall birtinga gagnvart eldri aldurshópum er til dæmis hærra í Bing en Google. Um 8% birtinga í Bing eru gagnvart notendum 18-24 ára en þetta hlutfall er tæp 15% í Google. Um 26% birtinga í Bing eru gagnvart notendum sem eru 65 ára eða eldri á meðan þetta hlutfall er ríflega 11% hjá Google. 


Notkun á Google leitarvélinni eftir aldri


Notkun á Bing leitarvélinni eftir aldri

Mynd: Birtingar á Bing og Google og dreifing eftur aldurshópum


Mismunandi árangur eftir tegundum fyrirtækja

Hlutdeild birtinga í Bing hækkar að öllu jöfnu með hækkandi aldri. Það má hinsvegar greina mun á hlutdeild eftir því hverskonar fyrirtæki er um að ræða og í hvaða geira það starfar. Það gefur e.t.v. vísbendingar um að notendahópurinn sé mismunandi eftir fyrirtækjum og hverskonar vörur og þjónustu það veitir. Fyrirtæki A er til að mynda frárbrugðið hinum þremur að því leitinu að hlutdeild leita er langhæst meðal 35-49 ára.


Birtingar á Bing eftir mismunandi fyrirtækjum

Mynd: Birtingar á Bing eftir mismunandi fyrirtækjum


Karlar, konur og leitarvélar

Hærra hlutfall karla nota Bing en konur og er munurinn mun meiri á milli kynja samanborið við notkunina á Google. Um 69% birtinga á Bing eru gagnvart körlum og 31% gagnvart konum. Hlutfallið er mun jafnara milli kynjanna á Google með um 55% birtinga gagnvart körlum og 45% birtinga eru gagnvart konum.


 Birtingar á Bing og Google og hlutdeild birtinga meðal karla og kvenna

Mynd: Birtingar á Bing og Google og hlutdeild birtinga meðal karla og kvenna


Ályktanir og niðurstöður

Gögn segja okkur heilmikið um sögulega hegðun netverja og af þeim má draga ýmsar ályktanir og lærdóm sem hjálpa okkur að taka upplýstari og betri ákvarðanir. Í þessu tilviki eitthvað um notkun leitarvéla. Þrátt fyrir lága markaðshlutdeild Bing samanborið við Google, þá er Bing mögulega vettvangur til að ná til hóps sem við náum e.t.v. ekki í á Google. Þetta er alltsaman spurning um skörun miðla eftir notkun þeirra. Með hliðsjón af okkar gögnum sem hér eru rýnd þá getum við dregið þá ályktun að notendur Bing séu eldri en notendur Google og að karlar séu duglegri að binga en konur.


Heimildir og ítarefni

Greining byggir einnig á gögnum Birtingahússins um árangur leitarherferða í Google og Bing. Einnig er vísað í eftirfarandi heimildir:6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page