top of page
Writer's pictureFrosti Jónsson

Ert þú að gleyma Google MyBusiness?

Það eru ótalmargir þættir sem hafa áhrif á sýnileika fyrirtækja í leitarvélum eins og Google og Bing. Auk tæknilegra hluta sem snúa að vefsíðunni sjálfri þá hafa þættir eins og efnistök, vísanir (external links) og vinsældir (fjöldi heimsókna á vef) áhrif á sýnileika. Google MyBusines eitt af því sem fyrirtæki gleyma stundum og gætu nýtt betur og aukið sýnileika, einkum í Google leitarvélinni.


Google MyBusiness

Google MyBusiness er einn þeirra miðla sem fyrirtæki gleyma gjarnan en ættu að horfa til og í mörgum tilvikum nýta betur. Upplýsingar sem fyrirtæki setja inn á Google MyBusiness (hluti af Google) skila sér í leitarniðurstöðum á Google leitarvélinni og Google Maps, og er því mikilvægt að þessar upplýsingar séu áreiðanlegar og uppfærðar reglulega.


Umsagnir á Google MyBusiness - Google Reviews

Umsagnir á Google eru einnig gífurlega verðmætar og ættu fyrirtæki að huga að því hvernig hægt sé að fá viðskiptavini til að skilja eftir umsögn um fyrirtækið og þjónustuna sem það veitir. Fyrrtæki sem eru með margar jákvæðar umsagnir eru nefnilega líklegri til að birtast ofar en keppinautar þegar leitað er í Google Maps.


Reglubundnar færslur á Google MyBusiness

Google MyBusiness er kjörinn vettvangur til að miðla efni með sambærlilegum hætti og þegar settar eru inn greinar á samfélagsmiðla. Google umbunar fyrirtækjum sem eru dugleg að nýta MyBusiness og setja reglulega inn nýtt og ferskt efni með sem getur skilað auknum sýnileika í leitarniðurstöðum Google, enda hvorutveggja hluti af Google. Það ætti því að vera hluti af rútínunni að setja inn nýjar færslur á Google MyBusiness samhliða því að deila efni á Facebook, Twitter, LinkedIn og Instagram.

8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page