top of page
  • Writer's pictureFrosti Jónsson

Auglýsingar á Twitch TV

Updated: Oct 18, 2022

Twitch.TV er langstærsti vettvangurinn í heiminum á svokölluðu beinu streymi (live streaming) en á milli 40.000-50.000 þúsund Íslendingar nota miðilinn í hverjum mánuði. Twitch er bandarísk streymisþjónusta með sérstaka áherslu á video game live streaming. Þjónustan netvarpar (streymir) einnig frá fjölbreyttum viðburðum eins og tónleikum, real-life-streams og fleira og fleira.


Auglýsingar á Twitch.TV á Íslandi

Viðskiptavinir Birtingahússins geta auglýst á Twitch.TV í gegnum adservingþjónustu Birtingahússins. Hægt er að birta myndbönd (Premium Video) allt að 30 sek. að lengd sem ekki er hægt að skauta framhjá (unskippable). Í nánustu framtíð verður einnig hægt að birta vefborða á miðlinum. Auglýsingar á Twitch er hagkvæmur kostur fyrir auglýsendur og skemmtileg viðbót í auglýsingaflóruna sem viðskiptavinir Birtingahússins geta fært sér í nyt.


Nokkrar staðreyndir um Twitch.TV

Twitch.TV var stofnað árið 2011 en Amazon keypti fyrirtækið árið 2014. Efnismiðlarar (content broadcasters) voru yfir þrjár milljónir á heimsvísu árið 2020 og virkir daglegir notendur voru um 15 milljónir. Twitch.TV fór snemma í samstarf við leiðandi leikjaframleiðendur eins og Telltale Games, Ubisoft og Blizzard. Framgangur Twitch.TV hefur verið ótrúlegur og vinsældirnar eru sífellt að aukast.

6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page