top of page
  • Writer's pictureBirtingahúsið

Agnar Freyr deildarstjóri netmarkaðsmála

Agnar Freyr hóf störf hjá Birtingahúsinu snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins.


Agnar Freyr Gunnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu. Hann kom til starfa snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Agnar starfaði áður sem netmarkaðssérfræðingur hjá VERT markaðsstofu. Þar áður starfaði hann sem markaðsstjóri Dýrheima.


„Agnar hefur komið öflugur inn í okkar hóp og tekur nú við meiri ábyrgð er snýr að framgangi netmarkaðssviðsins, ásamt öðru frábæru starfsfólki,“ segir Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins. „Verkefnum og viðskiptavinum hefur verið að fjölga, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Slíkt hefur kallað á fjölgun í starfsliði, breytta verkferla og nálganir. Stutt er síðan að Ólafur Jónsson bættist í teymið og í fyrra flutti Frosti Jónsson til Bandaríkjanna og er þar með starfsstöð sem hefur reynst okkur vel. Það eru virkilega spennandi og skemmtilegir tímar framundan.“


Agnar Freyr segir að Birtingahúsið sé að vinna með mörgum af þekktustu vörumerkjum landsins. „Við höfum verið að þróa og innleiða spennandi nýjungar og lausnir sem efla starf okkar viðsemjenda enn frekar, ekki síst er kemur að stafrænum þáttum markaðsmála.“

Birtingahúsið var stofnað árið 2000 og veitir óháða ráðgjöf um auglýsingabirtingar, markaðssetningu og uppbyggingu auglýsingaherferða.


Félagið er í nánu alþjóðlegu samstarfi við Dentsu Aegis Network, sem hefur yfir að ráða einu allra stærsta og öflugasta neti markaðs- og birtingaráðgjafar í heiminum, með starfsemi á yfir 140 markaðssvæðum. Meðal dótturfélaga DAN eru Carat, Vizeum og iProspect.

17 views0 comments

Comments


bottom of page