Kemur vefsíðan þín ekki upp í leitarniðurstöðum leitarvéla eins og Google? Sýnileiki á netinu er öllum fyrirtækjum nauðsynlegur. Stór hluti fólks notar leitarvélar til að afla sér upplýsinga eða leita að vörum og þjónustu. Ef fyrirtæk þitt kemur ekki upp í leitarvélum er hætt við að þú farir á mis við dýrmætt tækifæri til að koma vöru og þjónustu á framfæri til neytenda.

Leitarvélabestun (SEO)

Leitarvélabestun (Search Engine Marketing) snýst um að fá vefsíðu fyrirtækisins til að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum leitarvéla. Hvar stendur fyrirtækið þitt í samanburði við keppinauta? Er vefsíða fyrirtækisins sýnileg í leitarniðurstöðum og hversu ofarlega birtist það?

Leitarvélabestun er markaðsleg vinna en að litlu leyti tæknileg og verður að nálgast í því samhengi. Prufaðu að Gúggla og sjáðu hvað gerist!

Íslendingar leita á netinu

Íslendingar eyða miklum tíma á netinu. Samkvæmt rannsóknum verja ríflega 70% þeirra sem hafa aðgang að interneti meira en 7 klukkutímum á viku á netinu. Þá nota um 90% fólks á aldrinum 18-54 ára  Google leitarvélina vikulega eða oftar, um 77% fólks á aldrinum 55-64 ára notar Google vikulega oftar og fyrir aldurshópinn 65 ára og eldri er hlutfallið um 67% (Capacent 2014). Sýnileiki á leitarvélum er því afar mikilvægur öllum fyrirtækjum sem vilja ná til viðskiptavina sinna.

Þá er einnig mikilvægt að huga að samspili netmiðla við aðra offline miðla eins og dagblöð, sjónvarp, tímarit, útvarp ogútimiðla, en áhrif auglýsinga í þessum miðlum á netnotkun er vel þekkt og nokkuð sem þarf alltaf að huga að þegar boðmiðlunarstefna er mörkuð.

Kemur vefsíðan þín í niðurstöður leitarvéla eða ertu ósýnilegur?

Bestun fyrir leitarvélar snýst um að auka líkurnar á að vefsíðan þín birtist ofarlega í almennum leitarniðurstöðum leitarvéla (organic search). Stór hluti  fólks leitar að upplýsingum um vörur og þjónustu á netinu og sýnileiki á leitarvélum er öllum fyrirtækjum mikilvægur.

Hafðu samband við okkur í síma 569 3800 og við aðstoðum.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is