Auglýsingar á erlendum vefmiðlum (Display Networks, Real Time Bidding) getur verið hagkvæm og árangursrík leið til að ná til markhópa fyrirtækisins þíns, hvort sem er á Íslandi eða ef ná á til markhópa erlendis.  Google Display Network  veitir auglýsendum aðgang að milljónum vefsíðna út um allan heim. 
Við í Birtingahúsinu erum Google Partner og Google Adwords Certified og aðstoðum fyrirtæki að nýta sér Google Display auglýsingar á netinu en við höfum einnig aðgang að fjölmörgum öðrum auglýsingaveitum eins og Microsoft Ad Exchange, Rubicon og fleiri.

Kostir display auglýsinga eru ýmsir. Fyrir það fyrsta er alltaf hægt að stýra birtingakostnaði þar sem auglýsingabirtingar eru árangursdrifnar og eingöngu greitt fyrir þann árangur sem næst, t.d. eftir smellum (clicks) eða birtingum (impressions). 

Hægt að stýra birtingum eftir efnisflokkum eða leitarorðum, tímasetja birtingar, t.d. eftir tími dags og/eða vikudögum, stýra birtingum eftir endabúnaði notenda svo sem í snjallsíma og spjaldtölvur.

Ef ná á til fólks sem er búsett á Íslandi eru auglýsingar eingöngu birtar séu vefsíður skoðaðar á Íslandi.

Birtingahúsið er Google Partner og Google Adwords Certificate.  

Hvernig er best að auglýsa á erlendum vefsíðum? Hvað eru Google auglýsingar? Hvernig virka þær? 

Það þarf að svara fjölmörgum spurningum áður en af stað er farið þegar kemur að því að auglýsa á netinu. 

Við í Birtingahúsinu höfum mikla reynslu og þekkingu á vefauglýsingum og markaðssetningu á netinu. Við erum viðurkenndur aðili í miðlun og stjórnun vefauglýsinga á Google Display Network.

Hafðu samband  við okkur í síma 569 3800 og við aðstoðum.

 

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is