Netmarkaðssetning

Leitarherferðir í Google Adwords og Bing


Við aðstoðum fyrirtæki við að móta sér stefnu í notkun leitarvéla, setja upp leitarherferðir í Google Adwords, skilgreina leitarorð, eftirfylgni herferða og bestun.


Google-Bing-250.jpg
google-display-network.png

Google Display auglýsingar

Auglýsingar á erlendum vefmiðlum (Display Networks, Real Time Bidding, Programmatic buying) getur verið hagkvæm og árangursrík leið til að ná til markhópa fyrirtækisins þíns, hvort sem er á Íslandi eða ef ná á til markhópa erlendis.  Google Display Network, Rubicon, Microsoft Ad Exchange og fleiri veitur, veita auglýsendum aðgang að milljónum vefsíðna út um allan heim sem hentar vel til að viðhalda samfelldu áreiti til lengri tíma með hagkvæmum hætti.

Leitarvélar (search)

Kemur vefsíðan þín ekki upp í leitarniðurstöðum leitarvéla eins og Google? Sýnileiki á netinu er öllum fyrirtækjum nauðsynlegur. Stór hluti fólks notar leitarvélar til að afla sér upplýsinga eða leita að vörum og þjónustu. Ef fyrirtæk þitt kemur ekki upp í leitarvélum er hætt við að þú farir á mis við dýrmætt tækifæri til að koma vöru og þjónustu á framfæri til neytenda.

result_ads.jpg
adserving-thjonusta.jpg

Adserving


Með Adserving Birtingahússins er hægt að stýra auglýsingaherferðum á netinu með markvissum hætti, afla ítarlegra upplýsinga árangur auglýsinga og hámarka árangur. Auk upplýsinga um fjölda birtinga (impressions), smelli (clicks) og smellhlutfall (smellhlutfall, CTR%) er hægt að rekja árangur auglýsingabirtinga allt niður í sölu á vörum eða þjónustu þar sem það á við (Conversion rate, COV), fjölda skráninga auk fjölda annarra möguleika sem henta hverjum og einum.

Samfélagsmiðlar

Þjónusta Birtingahúsið felst í aðstoða fyrirtæki við að móta stefnu um notkun samfélagsmiðla og greina tækifæri sem liggja í notkun þeirra og samhæfingu við annað markaðsstarf. Við aðstoðum fyrirtæki við að auglýsa á samfélagsmiðlum  eins og Facebook, setja upp auglýsingar, fylgja þeim eftir og mæla árangur af þeim.
social-media-advertising.png
youtube-display-ads_400.jpg

YouTube

Auglýsingar á YouTube er frábær leið til að styrkja skilaboð t.d. með því að samkeyra með auglýsingum í öðrum miðlum eins og sjónvarpi og/eða ná til þeirra sem horfa minna á sjónvarp en gengur og gerist.

 

Birtingahúsið ehf - Auglýsingabirtingar og markaðsráðgjöf

 

Vefur unninn af Hugríki.is