Google hefur uppfært Google Analytics og gengur það núna undir heitinu Google Analytics 4 property. Það er mikilvægt að öll fyrirtæki sem nýta sér Google Analytics vefmælingar (en þetta á við um nánast öll fyrirtæki á landinu) uppfæri Analytics úr núverandi uppsetningu yfir í nýjar vefmælingar, GA4.

Uppfærslu Google yfir í hinar nýju vefmælingar fylgir margskonar ávinningur svo sem aukið innsæi og bætt forspá um notendahegðun. Aukin samþætting mælinga á YouTube, Google Ads, öppum og vef er ennfremur til þess fallinn að bæta árangursmælingar og bestun auglýsinga.

Hvernig er best að uppfæra yfir í Google Analytics 4 property

Uppfærslan úr Google Analytics yfir í Google Analytics 4 property (GA4) er nokkuð einföld séu fyrirtæki með Google Analytics uppsett hjá sér og gerist í nokkrum skrefum.

 1. Skráið ykkur inn í Google Analytics
 2. Veljið "Admin" neðst á forsíðu í vinstra horninu
 3. Á admin síðunni undir "Property" er valið "Upgrade to GA4"
 4. Þá kemur síða þar sem hægt er að velja "I need to create a new Google Analytics 4 property", smellið á það og í valmynd (pop-up gluggi) sem opnast veljið "Create Property"

Þegar það er búið ætti að koma staðfestingarsíða með You have successfully connected your properties og þar ætti að sjást heiti á vefnum ykkar undir Connected Property og Property ID

Þarf að setja inn nýjann kóða á vefinn?

Til að virkja kóða á vef er (1) hægt að virkja skriptuna í gegnum Google TagManager sé fyrirtækið að nota hann (GTM) eða (2) tengja (Connect) GA4 við núverandi Google Analytics sem er fyrir á vef. Ef fyrirtækið er með Google Tag Manager settann upp á vefnum þá mælum við með þessari leið.

1. Nota Google Tag Manager

 1. Opnið Google Tag Manager container sem er á vefnum ykkar
 2. Smellið á Tags > New.
 3. Smellið á Tag Configuration og veljið GA4 Configuration.
 4. Setjið inn Measurement ID (fyrir GA4)
 5. Veljið trigger the tag on All Pages (or on the subset of pages you want to measure).
 6. Vistið og Publish your tag configuration.

2. Tengja við núverandi Analytics á vefi (ef fyrirtækið er ekki að nota Google Tag Manager)

 1. Farið í Admin fyrir núverandi (eldra) GA
 2. Undir "Tracking Info" veljið "Tracking Code"
 3. Þar er valmöguleiki sem heitir "Connected Site Tags", smellið á hann
 4. Undir "Enter ID of tag to Connect" er sett Property ID fyrir nýja GA4 (Measurement ID sem er að finna undir Web Stream Details)

Þegar þessum skrefum hefur verið fylgt þá ætti að vera komin staðsfesting á "Connected Tags"

Tenging við Google Ads

Þegar búið er að uppfæra yfir í GA4 þá þarf til viðbótar að virkja gagnaöflun (Enable Google signals data collection) og tengja (link) Analytics GA4 við Google Ads reikning fyrirtækisins sé slíkur reikningur til staðar.

Vejið See your GA4 Property og þá opnast síðan Setup Assistant

1. Enable Google signals data collection
2. Google Ads Linking til að virkja flæði gagna milli Analytics og Google Ads

Þegar þessum skrefum hefur verið fylgt þá ættu vefmælingar með Google Analytics 4 property að vera komnar í lag. Ef þig vantar aðstoð við að uppfæra vefmælingar á vef fyrirtækis þíns, þá er velkomið að hafa samband við sérfræðinga Birtingahússins.

Frekari upplýsingar um Google Analytics 4 Property:

https://support.google.com/analytics/answer/9744165 
https://support.google.com/analytics/answer/10089681
https://blog.google/products/marketingplatform/analytics/new_google_analytics