Netdeild Birtingahússins og netmarkaðssetning

Árið 2010 hófum við í Birtingahúsinu undirbúning að því að setja netmarkaðssviðið okkar á laggirnar. Fram að því, allt frá árinu 2006, höfðum við sinnt ýmsum þáttum netmarkaðssetningar eins og auglýsingum á leitarvélum og leitarvélabestun.

Aukin eftirspurn eftir ráðgjöf og sértækum lausnum í netmarkaðssetningu var meðal annars hvatinn að því að kynna til leiks sérstakt netmarkaðssvið, en ekki síst framtíðarsýn okkar um aukið vægi netmiðla og netmarkaðslausna fyrir viðskiptavini okkar. Langtímamarkmiðið var því að byggja upp sértæka þekkingu í netmarkaðsmálum. Þá nutum við góðs af samstarfi okkar við Carat í Danmörku (sem er hluti af dentsu Aegis Network) og síðar Adform sem við hófum samstarf við í byrjun árs 2012.

Breytt landslag birtinga

Nú 10 árum síðar hefur landslag auglýsingabirtinga og fjölmiðlunar breyst mikið og hefur vægi netmiðla margfaldast frá árinu 2010. Eftirspurn eftir sértækum lausnum á sviði netmarkaðssetningar sem er í stöðugri þróun eykst sífellt, en við byggjum vel að því að hafa þróað þjónustu og byggt upp þekkingu á þessum 10 árum sem liðin eru frá því að við hófum þessa vegferð.

Spennandi samstarfsaðilar

Á undanförnum áratug höfum við byggt upp öflugt net samstarfsaðila sem nýtist viðskiptavinum okkar á beinan og óbeinan hátt. Helstu samstarfsaðilar Birtingahússins eru AdformCarat og Bannerflow eru og mikilvægur liður í innleiðingu á sértækum auglýsingalausnum og aðgang að þekkingu og þjónustu á erlendum mörkuðum.

  • Adservingþjónusta og samræmdar vefmælingar - Birtingahúsið, í samstarfi við Adform, var fyrst birtingahúsa hér á landi til að innleiða Adservingþjónustu, miðlæg stýring og bestun vefauglýsinga. Sú þjónusta er forsenda samræmdra árangursmælinga auglýsinga á netinu á bæði innlendum og erlendum vefmiðlum, sem og bestun auglýsingabirtinga. Með Adserving getum við mælt árangur herferða og miðlað upplýsingum áfram til viðskiptavina og þannig boðið upp á snjallari auglýsingabirtingar sem taka mið af áhuga og hegðun notenda.
  • Samþætting framleiðslu auglýsinga og birtinga með Adform og Bannerflow. Samstarf Birtingahússins, Adform og Bannerflow miðar að því að samþætta adservingþjónustu (birtingar og mælingar) og framleiðslu auglýsinga (Bannerflow) og auka skilvirkni í miðlun efnis. Þessi lausn nýtist sérstaklega vel þeim fyrirtækjum sem framleiða mikið af auglýsingum og uppfæra efni oft, en allar breytingar skila sér í rauntíma á alla miðla. Ávinningurinn er gífurlegur tímasparnaður í framleiðslu og birtingum.
  • Birtingahúsið er samstarfsaðili Carat sem er ein stærsta óháða markaðsstofa heims og veitir okkur aðgang að mannauði og þekkingu á mörkuðum um allan heim sem við miðlum áfram til viðskiptavina okkar, hvort sem um er að ræða markaðsrannsóknir, ráðgjöf eða auglýsingabirtingar

Öflugt teymi með víðtæka þekkingu

Birtingahúsið hefur byggt upp öflugt teymi ráðgjafa og netsamstarfsaðila með yfirgripsmikla þekkingu á auglýsingabirtingum, fjölmiðlanotkun og netmarkaðssetningu á síðustu 10 árum. Birtingahúsið er Google Premier Partner með vottaða sérfræðinga í Google Ads sem spannar leitarvélar (search), vefauglýsingar (Display Ads) og Videóauglýsingar (Video Ads, YouTube auglýsingar). Þá er Birtingahúsið með ráðgjafa sem eru Adform Adserving Certified, Google Analytics Individual Certification og Facebook vottun.

Tengdar greinar

https://www.birtingahusid.is/english/display-advertising/50-greinar/173-nytt-svid-sett-a-laggirnar
https://www.birtingahusid.is/greinar/50-greinar/190-tarf-ad-gefa-netinu-gaum-i-markadsstarfi