Birtingahúsið, netið í tölum 2017

Birtingahúsið mælir árangur auglýsinga á netinu með ítarlegum hætti (Adserving þjónusta Birtingahússins) sem og árangur innlendra og erlendra netmiðla. Heildarfjöldi netbirtinga (impressions) jókst um 32% milli áranna 2016 og 2017 hjá Birtingahúsinu. Birtingar á erlendum miðlum (RTB, Programmatic buying, Display auglýsingar) jukust um 10% milli áranna 2016 og 2017 og birtingar á innlendum miðlum jukust um 38% milli ára. 

Netauglýsingar

Tæp 17% birtinga (impressions) voru á erlendum vefsíðum (RTB) árið 2017 en þetta hlutfall var rúm 20% árið 2016. Um 83% birtinga voru á innlendum vefsíðum en þetta hlutfall var tæp 80% árið 2016. Birtingar á erlendum miðlum árið 2015 voru 25.74%. Innlendir vefmiðlar hafa því verið að bæta sig milli ára ef horft er til hlutdeildar birtinga (impressions) á meðan hlutdeild erlendu miðlanna minnkar. Ef horft er til veltu á auglýsingamarkaði árið 2016 þá voru innlendir miðlar með um 16.7% hlut af birtingafé en erlendir vefmiðlar fengu um 3,6% birtingafjár í sinn skerf (http://fjolmidlanefnd.is/2017/08/15/skipting-birtingafjar-milli-fjolmidla-2016/).

Birtingar á Innlendum og erlendum miðlum

Innlendir vefmiðlar skiluðu 87.7% smella sem er örlítil hækkun milli ára (var 86.7%), en erlendir miðlar skiluðu 12.3% smella sem er örlítil lækkun milli ára (var 13.3% árið 2016).

Hluteild birtinga (impressions) á innlendum og erlendum miðlum

Birtingar eftir endabúnaði notenda

Hlutdeild birtinga í snjallsímum heldur áfram að hækka milli ára á meðan hlutdeild birtinga í tölvum (borðtölvur, fartölvur) heldur áfram að lækka. Hlutdeild birtinga í spjaldtölvum lækkar lítillega milli ára, fer úr tæpum 13% árið 2016 í 11.5% árið 2017. Tæp 35% birtinga voru í gegnum snjallsíma árið 2017 en þetta hlutfall var 28% árið 2016. Um 53.7% birtinga voru á tölvum en þetta hlutfall var 59% árið 2016. Fram til ársins 2016 var umtalsverð breyting á hlutdeild snjalltækja þegar kemur að kaupum en þessi þróun stendur í stað milli áranna 2016 og 2017 en tæplega fjórðungur allra kaupa eru kláruð með snjalltækjum (23.3%).

Birtingar eftir endabúnaði

Sölur eftir endabúnaði

 

Smellhlutfall

Smellhlutfall (CTR%) er mun hærra á snjalltækjum en tölvum. Smellhlutfall var 0.15% á snjallsímum og 0.25% á spjaldtölvum sem er töluvert langt yfir meðal smellhlutfalli allra birtinga á síðasta ári. Smellhlutfall birtinga á tölvum var 0.08% sem er töluvert undir meðal smellhlutfalli allra birtinga síðasta árs. Smellhlutfall innlendra vefmiðla árið 2017 var 0.13% og lækkar um 0.02 prósentustig milli ára. Smellhlutfall á erlendum vefmiðlum var 0.09% sem er það sama og það var árið 2016. Vert er að taka það fram að um er að ræða meðaltal allra birtinga en stærð og staðsetning auglýsinga skiptir auðvitað verulegu máli ef árangur auglýsingabirtinga er skoðaður.

Sýnilegar birtingar

Sýnilegar birtingar (In Screen, Viewability rate) segir til um hlutfall birtinga í skjá hjá notendum, en viðmiðið er að 50% af vefborða birtist í 1 sek eða lengur. In-Screen hlutfallið var 62% árið 2016 en fellur í tæp 50% árið 2017. In-screen hlutfallið á erlendum miðlum lækkaði lítillega milli ára, var 62.5% árið 2016 en mælist um 60% árið 2017. In-Screen hlutfall hefur því lækkaði umtalsvert á innlendum vefmiðlum milli ára sem er áhyggjuefni. Það er þó tvennt sem þó getur skýrt þessa breytingu milli ára að einhverju leiti. Annarsvegar nákvæmari og áreiðanlegri mælingar og hinsvegar breytt hegðun netverja (ad avoidance). Samstarfsaðili Birtingahússins þegar kemur að árangursmælingum og stjórnun herferða er Adform, en fyrirtækið er vottað af Media Rating Council og uppfyllir því allar kröfur um áreiðanleika og gegnsæi í mælingum sínum[1]

Samantekt og niðurstöður

Birtingar á netinu halda áfram að aukast milli ára og innlendir miðlar styrkja sig ef litið er til fjölda birtinga (impressions). Það er hinsvegar áhyggjuefni að hlutfall sýnilegra birtinga (in-screen, viewable rate) á innlendum miðlum lækkar milli ára og er lakara en á erlendum miðlum. Innlendir miðlar skila þó betri árangri en erlendir miðlar ef litið er til smellhlutfalls og kaupa. Ef litið er til auglýsingamarkaðarins í heild (sjá tölur frá Fjölmiðlanefnd um skiptingu auglýsingafjár á íslenskum auglýsingamarkaði) þá eru netmiðlar að styrkja sig milli ára, en hlutdeild þeirra fer úr 18.3% árið 2015 í 20.3% árið 2016 . Ef horft er til skiptingu birtingafjár á vefmiðlum á Íslandi þá var hlutdeild erlendra netmiðla 17.6% árið 2016 og hlutdeild innlendra vefmiðla 82.4%. Staða innlendra vefmiðla er því ennþá sterk á Íslandi.

Tengdar greinar:

Adserving og árangursmælingar: Árangursmælingar auglýsingaherferða á netinu

Netið í tölum: Birtingar ársins 2016

Netið í tölum: Birtingar ársins 2015

[1] On September 2017 Adform received accreditation from Media Rating Council. As a preparation for that accreditation, we made improvements to our viewability measurement accuracy. This might be one of the factors that caused the decrease in viewability, that you see in your data. Another factor that might have influenced this stat is that user behavior has changed through the year and they started to avoid ads more. http://blog.adform.com/press-releases/adform-receives-accreditation-from-media-rating-council/