Sjöunda árið í röð hlýtur Birtingahúsið viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja.  Virkilega ánægjulegt í alla staði, en þess má geta að einungis 2,2% fyrirtækja landsins uppfylla skilyrðin sem sett eru til að öðlast þessa nafnbót. Jón Heiðar Gunnarsson og Hugi Sævarsson tóku stoltir við viðurkenningunni á sérstökum hátíðarviðburði sem Creditinfo hélt í vikunni í Hörpu.