Birtingahúsið var á dögunum valið eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum landsins í víðtækri vinnumarkaðskönnun VR. Gríðarlega ánægjuleg niðurstaða og staðfesting á því að það er gott og gaman að vinna hjá Birtingahúsinu. Það sem mælt er í könnuninni er meðal annars ímynd fyrirtækisins, sveigjanleiki í vinnu, launakjör, vinnuskilyrði og starfsandi. Allir þessir þættir komu vel út og hækkaði meðaleinkuninn á milli ára og starfsandinn í hæstu hæðum.

Starfsfólk Birtingahússins er afar lukkulegt og stolt með að viðhalda þessari viðurkenningu en félagið hefur hlotnast þessi heiður mörg undanfarin ár.  Heilsteypt og sönn gleði er grunnurinn að því að fólk vaxi og njóti sín í starfi. Samstarfsaðilar njóta góðs af og allt vinnur þetta saman en er ekki sjálfgefið. Árangurinn er því hvatning að skora jafnvel enn betur í framtíðinni - það má alltaf gera betur, stefna hærra.

Upplýsingar um Fyrirmyndarfyrirtæki VR má finna á heimasíðu VR.