Birtingahúsið, netið í tölum 2016

Um fjórðungur birtinga (impressions) netauglýsinga sem fóru í gegnum Birtingahúsið voru á erlendum vefmiðlum (display auglýsingar, RTB) en tæp 80% birtinga (impressions) voru á innlendum vefmiðlum. Innlendir vefmiðlar skiluðu hinsvegar 86.7% smella á auglýsingar en erlendir miðlar 13.3%. Hlutdeild birtinga á erlendum miðlum árið 2015 var 25.74% og lækkar því um um 5.54% milli ára.  

Birtingar eftir endabúnaði notenda

Hlutdeild birtinga í snjallsímum og spjaldtölvum hækkar verulega milli ára. Tæp 28% allra birtinga sem fóru í gegnum Birtingahúsið voru í snjallsímum, tæp 13% á spjaldtölvum en 59% birtinga voru í tölvum (borðtölvur, fartölvur). Hlutdeild birtinga í tölvum árið 2015 var 67.85% og því um verulega breytingu að ræða milli ára. Þá er vöxtur í notkun snjallsíma þegar kemur að því að klára kaup á netinu, en hlutdeild snjallsíma var 12.8% árið 2015 en 19.4% árið 2016. Neytendur eru því ekki eingöngu að nota símana sína í auknum mæli til að vafra um á netinu, heldur eru þeir í vaxandi mæli að klára kaup alfarið með farsímann að vopni. Þá er smellhlutfall almennt hærra í snjalltækjum en í tölvum.

Smellhlutfall

Smellhlutfall (CT%) var 0.09% á erlendum vefmiðlum og hækkar um 0.02% milli ára (var 0.07 árið 2015, meðaltal allra birtinga). Smellhlutfall á innlendum vefmiðlum var 0.155% árið 2016 á innlendum vefmiðlum en var 0.148% árið 2015 og hækkar því lítillega milli ára. Vert er að taka það fram að um er að ræða meðaltal allra birtinga en stærð auglýsinga og staðsetning þeirra skiptir auðvitað verulegu máli varðandi árangur auglýsingabirtinga.

Sýnilegar birtingar

Sýnilegar birtingar (In-Screen, viewable impresssions) segir til um hlutfall birtinga í skjá hjá notendum, en viðmiðið er að 50% af vefborða birtist í 1 sek eða lengur. Hlutfall sýnilegra birtinga var svipaður hvort sem birt var á innlendum eða erlendum vefmiðlum eða í kringum 62%. Hlutfall sýnilegra birtinga hækkar lítillega á innlendum miðlunum, fer úr 60.7% í 62.55%, en hlutfallið lækkar úr 72.8% í 62.37% fyrir erlenda miðla.

Þróun ársins

Júní var stærsti mánuður ársins með hliðsjón af fjölda birtinga (impressions) og tengist eflaust HM í knattspyrnu sem þá fór fram í Frakklandi og mikilli virkni á auglýsingamarkaðinum. Heildarfjöldi birtinga (impressions) á árinu voru tæplega 428 milljónir, en sem fyrr segir var hlutdeild innlendra miðla af heildarfjölda birtinga tæp 80% á meðan 20% birtinga voru á erlendum vefmiðlum.

Samantekt og niðurstöður

Ef það eitthvað eitt sem vekur athygli og áhuga í tölum síðasta árs þá er það vaxandi hlutdeild snjallsíma í birtingum. Ekki síst þegar kemur að því að skoða hlutfall þeirra sem klára hverskyns kaup eða skráningar í snjallsímum eða spjaldtölvum. Þar eru snjallsímar að styrkja sig verulega, eitthvað sem auglýsendur verða að vera meðvitaðir um og taka tillit til.

Ef litið er til auglýsingamarkaðarins í heild (sjá tölur frá fjölmiðlanefnd um skiptingu auglýsingafjár á íslenskum auglýsingamarkaði) þá eru netmiðlar að styrkja sig milli ára, en hlutdeild þeirra fer úr 15.6% í 18.3%. Hlutdeild erlendra netmiðla er enn sem komið er fremur lág í samanburði við erlenda markaði, er um 17.8% á á Íslandi (tölur frá birtingahúsum) á meðan hlutdeild þeirra er um 26% í Danmörku.  Þetta kann að breytast hratt á komandi árum og verður vafalítið mikil  áskorun fyrir innlenda vefmiðla.

FJ