Við erum afar stolt af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja. Sjötta árið í röð stenst Birtingahúsið skilyrði Creditinfo sem þurfa að vera til staðar til að hljóta þessa nafnbót.  Aðeins 1,7% fyrirtækja á Íslandi hlutu stimpilinn í ár. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki að hafa  skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð, eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð, eignir þurfa að minnsta kosti að nema 80 milljónum þrjú ár í röð og framkvæmdastjóri þarf að vera skráður í hlutafélagaskrá. Þar að auki þarf fyrirtækið að vera virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo. Birtingahúsið þakkar samstarfsaðilum þennan góða árangur, og auðvitað vonumst við til að ná þessu aftur að ári.

Meðfyllgjandi mynd var tekin í liðinni viku, en þá voru viðurkenningarnar kynntar og afhentar á Hilton Reykjavík Nordica. Frá vinstri: Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Hugi Sævarsson, Þorgrímur Ingason og Ívar Gestsson frá Birtingahúsinu, Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo og Stefán B. Önundarson markaðsstjóri Creditinfo.