Birtingahúsið, Hjálparstarfs kirkjunnar

Birtingahúsið hefur undanfarin ár haft þann háttinn á að styrkja eitthvað gott málefni skömmu fyrir jól, í stað þess að senda jólakort/gjafir til samstarfsaðila. Í ár styrkir Birtingahúsið innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar með fjárframlagi. Mun það nýtast í að aðstoða börn sem vilja stunda íþróttir eða tónlistarnám en hafa ekki haft tök á því vegna efnaleysis foreldra/forráðamanna. 

Hjálparstarfið sinnir ýmsum góðverkum eins og flestum er kunnugt um. Upplýsingar um starfið má meðal annars finna á www.help.is. Frá afhendingu styrksins. Á myndinni eru þeir Jón Heiðar Gunnarsson frá Birtingahúsinu og Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Munum að vera góð við hvert annað, alla daga. Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og vonum að nýtt ár verði farsælt og gott.