Samkvæmt nýlegri rannsókn þurfa auglýsingar á netinu að birtast í að minnsta kosti 14 sekúndur eigi þær að skapa eftirtekt. Í rannsókninni voru tengsl sýnileika (viewability), áhorfs (gaze time) og þéttleika auglýsinga (clutter) skoðuð með tilliti til þess hvernig fólk gekk að muna (recall) eftir auglýsingum.

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður sem er ágætt að hafa til hliðsjónar þegar hugað er að birtingum vefborða á netinu. Auglýsingapláss á vefmiðlum eru gjarnan fjölmörg og samkeppni um athygli mikil. Það þarf því að taka tillit til þegar birtingar eru skipulagðar og markmið um dekkun og tíðni sett. Tíðni þarf að vera hærri til að skila árangri en t.d. tíðni birtinga í sjónvarpi eða prenti þar sem við höfum meiri stjórn á því hvar og hvenær auglýsingar birtast og samkeppni um áreiti er minni.

Í rannsókn InSkin Media, Research Now and Sticky, (2016) kom í ljós fjórðungur birtinga sem skilgreindar eru sem sýnilegar birtingar (viewable) missa algerlega marks (aldrei horft á) og 42% auglýsinga fá áhorf í eina sekúndu eða skemur. Miðgildi áhorfs var samkvæmt rannsókninni 0,7 sekúndur. Sýnilegar birtingar eru skilgreindar þannig að helmingur vefborðans þarf að birtast í að minnsta kosti eina sekúndu.

Tíðni, staðsetning og stærð auglýsinga.

Út frá þessum niðurstöðum má álykta að auglýsingar á netinu þurfi að birtist að lágmarki í tiltekinn tíma eigi þær að skila árangri, fá áhorf og skapa eftirtekt. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar þá þurfa auglýsingar að birtast að meðaltali í 14 sekúndur til að skila sekúndu löngu áhorfi að meðaltali. Því fleiri sem auglýsingaplássin eru og fleiri auglýsingar eru að keppast um athygli, því lengur þurfa þær að birtast. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að staðsetning og stærð auglýsinga skiptir máli í þessu eins og á við um birtingar í öðrum miðlum. Stærri auglýsingar fá meira áhorf (það er lengur horft á þær) og þær virðast skapa meiri eftirtekt (hærra hlutfall man eftir auglýsingunum).

Birtingahúsið mælir árangur

Birtingahúsið mælir árangur auglýsinga, þ.m.t. hlutfall sýnilegra birtinga og meðal tímalengd birtinga (average viewability time). Það er efni í aðra grein að fara ofan í þær tölur allar, en stiklum á stóru. Ef allar birtingar fyrstu 10 mánuði ársins fyrir valda miðla eru skoðaðar sést að sumir miðlar eru að skila betri árangri en aðrir m.t.t. meðal tímalengd birtinga (average viewable time) og hlutfall sýnilegra birtinga (% Viewable Impressions). Það er miklilvægt að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að þetta eru heildartölur fyrir allar staðsetningar á þessum miðlum og óháð stærðum og staðsetningu.

Heimildir: https://sticky.ai/blog/2016/10/6/online-ads-need-to-be-viewable-for-14-seconds-to-be-seen 
https://www.iab.com/guidelines/state-of-viewability-transaction-2015/
Birtingahúsið Adserving Data, 2016