Birtingahusid_fyrirmyndarfyriraeki_2016

Það er virkilega ánægjulegt að segja frá því að samkvæmt ítarlegri vinnumarkaðskönnun VR þá er Birtingahúsið á meðal Fyrirmyndarfyrirtækja landsins.  Könnunin var framkvæmd í byrjun árs og niðurstöður hennar kynntar við veglega athöfn sem fram fór í Hörpu  12. maí.  
 
Veittar voru viðurkenningar í þremur stærðarflokkum fyrirtækja.  Stærri félaga með 50 starfsmenn eða fleiri, meðalstórra með 20-49 starfsmenn og svo lítilla, þar sem starfsmannafjöldinn er 19 eða færri.  Í þann flokk fellur Birtingahúsið. Einungis tíu félög í hverjum flokki hljóta viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2016.  
 
Starfsmenn eru beðnir um að leggja mat á ýmsa þætti er snerta sinn vinnustað.  Meðal annars vinnuskilyrði, launakjör, starfsanda,  ímynd fyrirtækis og jafnrétti.  
Starfsfólk Birtingahússins er afar stolt og ánægt með þessa nafnbót og það eru viðskiptavinir okkar líka.
 
Nánari upplýsingar um könnunina má finna á heimasíðu VR, eða einfaldlega með því að smella hér á  http://www.vr.is/kannanir/fyrirtaeki-arsins-2016/
 
 
Myndir: 
Fulltrúar þeirra félaga sem fengu viðurkenningar.
Hugi Sævarsson og Jón Heiðar Gunnarsson frá Birtingahúsinu ásamt Ólafíu B. Rafnsdóttur formanni VR.