Það er alltaf gaman og fróðlegt að skoða úttekt Interbrand á verðmætustu vörumerkjunum. Velta fyrir sér þróun síðustu ára, stöðu og framtíðarhorfum þeirra 100 merkja sem komast á listann. Eitt og annað vekur athygli, þó fátt komi mikið á óvart.   Af efstu 10 merkjunum þá eru sex fyrstu í nákvæmlega sama sæti og árið á undan (sjá neðangreinda töflu).  
 
McDonalds fer úr sjöunda sætinu og niður í níunda. Samsung fer upp um eitt sæti og Toyota tvö. Mercedes -Benz fer inn á listann, upp um eitt sæti, eftir að hafa verið í því ellefta árið 2013. Intel dettur svo út af efstu tíu, fer niður í tólfta sæti.  Af tíu efstu er McDonalds eina merkið sem ekki er með neina starfsemi á Íslandi.  Þetta er í fimmtánda sinn sem skýrslan er gefin út. Lengst af sat Coca-Cola í toppsætinu en missti það árið 2013 þegar bæði Apple og Google fóru upp fyrir.  
 
Verðmætustu vörumerkin í milljónum dollara
 
Sem fyrr þá halda mörg tækni- og samskiptavörumerkin áfram að vaxa, og það af miklum krafti. Þeirra á meðal er Facebook sem er einn af hástökkvurunum, fer upp um 86% og situr nú í 29. sæti. Í úttektinni eru tilgreind fjögur önnur merki sem bætt hafa mjög mikið við sig milli ára. Amazon er eitt þeirra og fer upp í fimmtánda sæti. Hin þrjú eru öll bílavörumerki, Volkswagen (+23%), Audi (+27%) og Nissan (+23%).  Fimm vörumerki koma inn á heildarlistann sem voru ekki á honum árið á undan. Þau eru: DHL (81. sæti), Land Rover (91. sæti), FedEx (92. sæti), Huawei (94. sæti) og Hugo Boss (97. sæti).
 

10 verðmætustu vörumerkin 2014 (í milljónum dollara) og breytingar frá 2013