Birtingahúsið hefur undanfarin ár styrkt góðgerðarmálefni í stað þess að senda samstarfsfélögum jólakort eða gjafir.  Á því er engin breyting í ár og völdu starfsmenn félagsins að styðja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur (sjá upplýsingar á www.kraftur.org).  Á meðfylgjandi mynd má sjá Írisi Hrund Bjarnadóttur frá Birtingahúsinu og Ragnheiði Davíðsdóttur frá Krafti sem tók á móti styrknum, Canon prentbúnaði og fylgihlutum sem hafði verið á óskalistanum.
 
Viljum nýta tækifærið og óska öllu samstarfsfólki og félögum gleðilegra jóla, með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða. Vonum að komandi ár verði farsælt.
 
Hátíðarkveðja!
Starfsfólk Birtingahússins