Það má með sanni segja að það hafi verið Googledagar hjá okkur í Birtingahúsinu. Alla þessa viku var góður gestur frá Google í heimsókn, Robin Falkowski.  Í ágúst síðastliðnum byrjaði Google að styðja við og þjónusta íslenska markaðinn og er heimsókn hans tilkomin vegna þessa. Það er því mikill heiður að Birtingahúsið fái slíka heimsókn og athygli þessa stórfyrirtækis, fyrst birtingahúsa hér á landi.
 
Robin tók nýverið við sem viðskiptastjóri Google á Norðurlöndunum og hefur undanfarna daga kynnt sér markaðinn og frekari tækifæri fyrir félagið hér á landi. Heimsókn hans er ætlað að skilja betur okkar markað og um leið finna betri og skilvirkari lausnir fyrir auglýsendur á þessu sviði.
 
Robin Falkowski: "Iceland is a new market for us and we just launched support earlier this year. At Google we find it important to let our advertisers know that we are here for them and we want to grow together with them. It is not everyday that you get the chance to visit a country where we have not been present before. That is why it has been an amazing opportunity for me, my team and Google".
 
Birtingahúsið aðstoðar fyrirtæki meðal annars við mótun stefnu í notkun leitarvéla, setja upp leitarherferðir í Google Adwords og sinnir eftirfylgni og bestun herferða. Birtingahúsið er Google Partner og Google Adwords Certificate og er heimsókn Google liður í því að styrkja samstaf sitt við Birtingahúsið samhliða að auka gæði þjónustu félagsins við viðskiptavini sína.
 
"Það er mikill fengur að fá Google í heimsókn til okkar og um leið viðurkenning á því sem við höfum verið að gera" segir Frosti Jónsson, sviðsstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu".
 
Frekri upplýsingar um Google Adwords þjónustu Birtingahússins er að finna á vefsíðu fyrirtækisins.