Duglegi og smekkvísi bókarinn okkar, Selma Thorarensen, átti sannkallað stórafmæli um síðustu helgi. Samstarfsmenn létu það að sjálfsögðu ekki framhjá sér fara og tóku á móti henni með sérstöku afmælismorgunkaffi á föstudaginn. Við bættist svo góður hádegisverður á svölunum okkar yfir einum góðum drykk eða svo. Selmu var að lokum hleypt út í afmælishelgina með góðum kveðjum og gjöfum. Óskum Selmu enn og aftur til hamingju með afmælið, og biðjum hana um að njóta vel! Mynd: Selma Thorarensen fagnaði 50 ára afmæli sínu 7. júní.