Birtingahúsið, Guðjón Guðmundsson

Á aðalfundi Birtingahússins, sem haldinn var í lok mars, var Guðjóni Guðmundssyni þakkað innilega fyrir stjórnarstörf sín hjá félaginu.

Guðjón hefur meira og minna fylgt félaginu frá byrjun. Fyrst sem varamaður í stjórn, síðan meðstjórnandi, en síðustu árin hefur hann gegnt stjórnarformennskunni. Hann ákvað fyrir skemmstu að söðla um eftir langan og farsælan feril hjá Vífilfelli, er einn af stofnendum og starfsmönnum markaðsstofunnar Manhattan Marketing (www.manhattan.is).  Óskum við Guðjóni góðs gengis á nýjum vinnustað og þökkum kærlega fyrir samstarfið í gegnum tíðina.

Guðjóni þakkað fyrir störf sín að loknum aðalfundinum. Með honum er Hugi Sævarsson framkvæmdastjóri.